Úrval - 01.06.1952, Side 93

Úrval - 01.06.1952, Side 93
ÖSIGRANDI 91 inn, og vissi, að Willi dáðist að honum. Hann dáðist að hon- um af því að hann var svo hár og herðabreiður, af því að hrokkið hár hans var svo ljóst og augun svo blá. Hann setti sig aldrei úr færi til þess að æfa sig í frönsku, og hann reyndi að tala hana núna, en heimilisfólkið vildi ekki ræða við hann. Hann sagðist sjálfur vera bóndasonur og myndi hverfa aftur heim í sveitina sína að stríðinu loknu. Hann kvaðst hafa verið sendur í skóla í Munchen, af því að móðir hans vildi að hann yrði kaup- sýslumaður, en hann hafði eng- an áhuga á því, og fór þess- vegna á búnaðarskóla, þegar hann hafði lokið náminu. „Þið komuð hingað til þess að spyrjast til vegar og nú hef- ur ykkur verið sagt það,“ sagði stúíkan. „Drekkið þið vínið ykkar og farið.“ Hann hafði varla litið á hana áður. Hún var ekki fríð, en aug- un voru dökk og falleg og nef- ið beint. Hún var mjög föl. Það var eitthvað tígulegt í fari henn- ar. Frá því að stríðið hófst, hafði hann heyrt félaga sína ræða um frönsku stúlkurnar. Það var eitthvað í fari þeirra, sem gerði þær frábrugðnar þýzku stúlk- unum. Will sagði, að þær væru chic, en þegar hann spurði hann hvað það þýddi, þá sagði hann að maður yrði að sjá þær til þess að skilja það. Auðvitað hafði hann heyrt að þær væru fé- gjarnar og erfiðar viðfangs. Jæja, þeir myndu verða komnir til Parísar eftir viku og þá gæti hann gengið úr skugga um þetta sjálfur. Það var sagt, að herstjórnin hefði þegar gert ráðstafanir til að opnuð yrðu vændiskvennahús fyrir her- mennina. „Við skulum drekka vínið og fara“, sagði Willi. En Hans leið prýðilega og vildi ekki fara strax. „Þú ert ekkert lík sveita- stúlku,“ sagði hann við stúlk- una. „Og hvað um það?“ svaraði hún. „Hún er kennslukona," sagði móðir hennar. „Þá hefur þú fengið góða menntun.“ Hún yppti öxlum, en hann hélt áfram að masa á slæmri frönsku. „Þú ættir að skilja, að þetta er það bezta, sem nokkurn tíma hefur hent frönsku þjóðina. Við sögðum ykkur ekki stríð á hendur. Þið lýstuð yfir stríði. Og nú ætlum við að gera Frakkland að al- mennilegu landi. Við ætlum að koma skiplagi á hlutina. Við ætl- um að kenna ykkur að vinna. Þið munuð læra hlýðni og aga.“ Hún kreppti hnefana og starði á hann, og augu hennar loguðu af hatri. En hún sagði ekkert. „Þú ert drukkinn, Hans,“ sagði Willi. „Það er ekkert vín í mér. Ég er bara að segja þeim sannleik-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.