Úrval - 01.06.1952, Side 108

Úrval - 01.06.1952, Side 108
106 IJRVAL aðir aldrei að koma. Þú verður að snúa við. Pierre er dáinn.“ „Hvaða Pierre?“ „Pierre Gavin. Kennarinn, sem Annetta ætlaði að giftast.“ Hjartað hoppaði í brjósti hans. Hvílík heppni! Nú var tækifærið komið. „Tekur hún það nærri sér?“ „Hún grætur ekki. En það er ekki hægt að tala við hana. Ef hún sæi þig í dag væri henni trúandi til að reka hníf í þig.“ „Það er ekki mín sök að hann dó. Hvernig fréttuð þið þetta?“ „Fangi, sem var vinur hans, strauk úr fangabúðunum og komst til Sviss, og þaðan skrif- aði hann Annettu. Við feng- um bréfið í morgun. Það var gerð uppreisn í fangabúðunum, af því að fangarnir fengu ekki nóg að borða, og foringjarnir voru skotnir. Pierre var einn af þeim.“ Hans þagði. Honum fannst maðurinn hafa átt þetta skilið. Héldu þeir kannski að fanga- búðir væru eitthvert hótel Ritz ? „Lofaðu henni að jafna sig,“ sagði frú Périer. „Ég skal tala við hana, þegar hún verður ró- legri. Ég skal skrifa þér, þegar þú mátt koma." „Allt í lagi. Þú ætlar þá að hjálpa mér?“ „Það getur þú verið viss um. Ég og maðurinn minn erum sammála. Við höfum rætt málið og höfum komizt að þeirri niður- stöðu, að ekki sé annað að gera en sætta sig við orðinn hlut. Hann er enginn bjálfi, maðurinn minn, og hann segir, að úr því sem komið er sé samvinna eina úrræðið fyrir Frakkland. Og þér er óhætt að trúa því að mér er ekkert illa við þig. Ég býst við að þú verðir betri eiginmaður handa Annettu en kennarinn. Og svo er líka barnið á leið- inni.“ „Ég vil að það verði drengur.11 „Það verður drengur. Ég er viss um það. Ég hef séð það í kaffibollanum og í spilunum.“ „Hérna eru blöðin, ég var nærri búin að gleyma þeim,“ sagði Hans, um leið og hann bjóst til að stíga á reiðhjólið. Hann rétti henni þrjú tölu- blöð af Paris-Soir. Périer gamli las blöðin á hverju kvöldi. Hann las, að Frakkar yrðu að vera raunsæir og fallazt á hina nýju skipan, sem Hitler var að koma á í Evrópu. Hann las, að Frakkland yrði að grípa þetta gullna tækifæri og ganga til heiðarlegrar samvinnu við þýzka ríkið, því að þá myndu Frakkar aftur verða öndvegis- þjóð Evrópu. Og það voru ekki Þjóðverjar. sem skrifuðu þetta; það voru Frakkar. Hann kink- aði samsinnandi kolli þegar hann las, að auðkýfingunum og Gyð- ingunum myndi verða útrýmt og fátæklingar landsins myndu ná rétti sínum. Það var rétt hjá þeim, þessum gáfuðu mönnum, sem sögðu að Frakkland væri í eðli sínu akuryrkjuland og að máttarviðir þess væru bændurn-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.