Úrval - 01.06.1952, Page 113

Úrval - 01.06.1952, Page 113
ÓSIGRANDI 111 aðrir töldu að herinn ætti að halda til Balkanskagans og Uk- rainu. Hans var önnum kafinn. Það var ekki fyrr en annan sunnudag, að hann gat heim- sótt Périerfjölskylduna. Það var kalsaveður og slydda. Einhver ömurleiki hvíldi yfir landslag- inu. „Ert það þú?“ hrópaði frú Périer, þegar hann kom inn í bæinn. „Við héldum að þú værir dauður.“ „Ég gat ekki komið fyrr. Við förum héðan þá og þegar. Við vitum ekki hvenær.“ „Barnið fæddist í morgun. Það er drengur.“ Hans faðmaði gömlu konuna að sér og kyssti hana á báðar kinnarnar. „Sunnudagsbarn, hann ætti að verða hamingjusamur. Við skulum taka upp kampavíns- flöskuna. Hvernig líður Ann- ettu?“ „Eins og við er að búast. Henni gekk vel. Hún fékk fyrstu hríðirnar í gærkvöldi og klukk- an fimm í morgun var barnið fætt.“ Périer gamli sat hjá eldavél- inni og reykti pípu sína. Hann brosti að æsingu piltsins. „Fyrsta barnið hefur alltaf mikil áhrif á mann,“ sagði hann. „Hann hefur talsvert hár og það er Ijóst, eins og þitt. Og augun eru blá, eins og þú spáð- ir,“ sagði frú Périer. „Ég hef aldrei séð yndislegra barn. Hann verður alveg eins og pabbinn.“ „Guð minn góður, ég er svo hamingjusamur,“ hrópaði Hans. „Hve heimurinn er dásamleg- ur! Ég vil fá að sjá Annettu." „Ég veit ekki hvort hún vill það. Ég vil ekki að hún verði fyrir geðshræringu vegna mjólk- urinnar.“ „Nei, nei, hún má ekki verða fyrir geðshræringu mín vegna. Ef hún vill ekki sjá mig, þá gerir það ekkert til. En lofaðu mér að sjá barnið.“ „Ég skal vita hvort ég get það. Ég skal reyna að koma með það niður.“ Frú Périer fór út úr eldhús- inu og þeir heyrðu þungt fóta- tak hennar í stiganum. Én eftir andartak kom hún þjótandi nið- ur aftur. „Hún er ekki uppi. Og barnið er horfið.“ Périer og Hans ráku upp óp, og án þess að vita hvað þau voru að gera, hlupu þau öll þrjú upp stigann. Kuldaleg dagsbirt- an varpaði ömurlegum blæ á fátækleg húsgögnin, járnrúm, hrörlegan fataskáp og drag- kistu. Það var enginn í herberg- inu. „Hvar er hún?“ hrópaði frú Périer. Hún hljóp fram á þröng- an ganginn, opnaði dyr og kall- aði: „Annetta, Annetta. Hvílíkt brjálæði!“ „Ef til vill er hún í dagstof- unni.“ Þau flýttu sér niður í dagstof- una. Þegar þau opnuðu dyrnar, andaði á móti þeim köldum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.