Úrval - 01.12.1956, Síða 20

Úrval - 01.12.1956, Síða 20
Sem þræll lií'ði hann ekki mennsku lífi, en eitt atvik opnaði honum dyrnar að nýrri til- veru — tilveru hins siðmenntaða manns. Að öðiast nýtt líf Grein úr „American Heritage“, eftir Dorothy Canfield Fisher. A ÐALPERSÓNAN í þessari frásögn, negrinn Booker T. Washington, byrjaði líf sitt sem þræll, en varð síðar einn af kunnustu uppeldisfrömuðum Bandaríkjanna. Frásögnina hef ég af vörum hans sjálfs, frá- sögnina um það hvernig hvít kona opnaði fyrir honum dyrn- ar að nýjum lieimi -— heimi sið- menntaðra manna. Ég hef aldrei getað gert mér nákvæma grein fyrir því hve gamall ég var þegar ég hitti frú Ruffner. En eftir því sem ég hef komizt næst, er ég fædd- ur kringum 1858 sem þræll á plantekru í Virginia. Fæðing- arheimili mitt var timburkofi með skítugu gólfi, fjórum sinn- um fimm metra að flatarmáli. Við sváfum á óhreinum fata- tuskum. Fram á unglingsár átti ég aldrei nema eina flík — skyrtu sem ofin var úr grófum úrgangshör. Við þrælarnir lifðum á maís- brauði og svínakjöti, af því að það gátum við fengið á plant- eknmni án þess að greiða fyrir með reiðu fé. Ég þekkti ekki annað en þrælakofana á plant- ekrunni þar sem ég var fædd- ur — nema að ég hafði öðru hvoru séð álengdar „stóra hús- ið“ sem hvítu eigendurnir bjuggu í. Ég minnist þess ekki, að við settumst nokkurn tíma saman að máltíð, eins og fjöl- skyldna er siður — hvorki í bernsku minni né æsku. Við átum eins og dýrin, hvenær sem var og hvar sem við fundum eitthvað ætilegt. Eftir þrælastríðið, þegar við höfðum hlotið frelsi, flutti fjöl- skylda mín til lítils bæjar í ná- grenni saltnámu, þar sem ég fékk vinnu, þó að ég væri enn aðeins barn. Oft byrjaði vinnu- dagur minn klukkan fjögur á morgnana. Hið nýja heimili okkar var enn verra en hið fyrra, því að kofinn sem við bjuggum í var í þéttbýlu fá- tækrahverfi, óþverrabæli bæði í bókstaflegum og andlegum skilningi. Þegar ég eltist og stækkaði var ég fluttur úr salt- námunni í kolanámu. Lewis Ruffner hershöfðingi átti báðar námumar. Þegar hér var komið, hafði ég lært að þekkja stafina og var orðinn stautandi. Mest af
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.