Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.12.2010, Page 11
FRA SKALDSOGU TIL KVIKMYNDAR
skáldsagnahöfundur kvikmyndaleikstjórans. Frægasta dæmið er vita-
skuld Eisenstein sem bar saman „sjálfsprottna og bernska sagnalist
þeirra“,14 eiginleika sem hann taldi vera til staðar í bandarískri kvik-
myndagerð yfirleitt, hæfni þeirra til að gera aukapersónur ljóslifandi,
næmt auga þeirra, gríðarlegar vinsældir þeirra og umfram allt að þeir
segja frá mörgum atburðum samhliða en Griffith benti á Dickens sem
fyrirmynd sína um þetta atriði. Fljótt á litið er fátt í þessari framsetningu
svo eftirtektarvert að það dugi til að réttlæta hversu oft þeir eru teknir
sem dæmi um tengslin milli kvikmynda og skáldsagnagerðar Viktoríu-
tímabilsins. Umfjöllun Eisensteins um „kvikmyndatækni“ Dickens, þar
á meðal að hún sé fyrirboði rammabyggingar og nærmyndar, er reyndar
náskyld þeim mörgu verkum sem fyalla um tungutak kvikmynda og setja
gjarnan fram svipaðar hliðstæður en gefa svo ekki nægilegan gaum að
eðlismun þeim sem er á þessum tveimur miðlum.
Síðari tíma rýnendur hafa tekið undir orð Eisensteins. Bluestone stað-
hæfír t.d. fullum fetum: „Griffith fann í Dickens vísi að sérhverri af hin-
um merk'i 1 egu nýjungum sínum“.15 Cohen gengur jafnvel enn lengra og
bendir á að „efni og innihald nítjándu aldar borgaralegu skáldsögunnar
séu tekin upp með nánast óskammfeilnum hætti“.16 Þrátt fyrir að oft sé
vísað í tengslin milli Dickens og Griffiths og burtséð frá þeirri sögulegu
þýðingu sem samsíða klipping hefur haft í að þróa frásagnartækni í kvik-
myndum, hafa áhrif Dickens þó kannski verið ofmetin og ekki skoðuð
sem skyldi. Maður fær það á tilfinninguna að gagnrýnendur sem eru vel
lesnir í bókmenntum hafi tekið því fegins hendi að bera saman Dickens
og Griffith, og hafi kannski eygt þar möguleika til að auka veg kvik-
myndanna. Slíkir gagnrýnendur hneigjast til að einblína á áhuga fyrir
frásagnarminnum og á megineinkenni og aðferðir á sviði frásagnarforma
hjá þessum tveimur sagnamönnum. Rýnandinn sem hneigist að kvik-
myndum hugar hins vegar nánar að framsagnarþáttum og spurningum
sem lúta að því sem hugsanlega tengir þessi tvö aðskildu táknkerfi sam-
an eða greinir þau sundur. Sá kvikmyndasinnaði hugar ennfremur að lit-
rófi „áhrifajafngilda“17 sem hvoru táknkerfi stendur til boða innan marka
hins klassíska stíls eins og sést í hvorum miðli fyrir sig.
14 Sergei Eisenstein, Kvikmyndaform [Film Form], Jan Leyda ritstj. og þýð., Harcourt,
Brace: New York, 1949, s. 196.
15 Bluestone, Frá skáldsögu til kvikmyndar, s. 2.
16 Cohen, Kvikmynd og skáldskapur, s. 4.
17 Hugtakið er frá David Bordwell, í Hinni klasstsku Hollywood-kvikmynd [The Classical
9