Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.12.2010, Page 16
BRIAN McFARLANE
„Hvaða tengsl ætti kvikmyndin að hafa við upphaflegu söguna? Ætti hún
að vera „trú“? Getur hún það? Trú hverju?“25
Þegar Beja spyr „hverju“ kvikmyndagerðarmaðurinn ætti að vera trúr
í aðlögun sinni á skáldsögu er ekki laust við að manni komi í hug þær til-
raunir sem gerðar hafa verið til að sýna þeim tíma og stöðum tryggð sem
þó eru víðs fjarri lífi dagsins í dag. I tíðarandamyndum skynjar maður oft
ítarlegar tilraunir til að vekja þá tilfínningu að tryggð sé haldið við
Lundúnir Dickens, svo dæmi sé tekið, eða við þorpslíf Jane Austen, en í
stað tryggðar við textann er árangurinn gjarnan sá að manni fínnst það
sérkennilega íyrst og fremst truflandi. Það sem var höfundinum sam-
tímaverk, þar sem heilmikið er tengdist tíma og stað var sjálfgefið og
þarfnaðist lítillar sem engrar sviðssetningar fyrir lesendur hans, hefur
orðið að tíðarandaverki fyrir kvikmyndagerðarmanninum. Strax árið
1928 hafði M. Willson Disher tileinkað sér þessa misskildu tryggð er
hann skrifaði um ákveðna kvikmyndun á Robinson Crusoe: „Hr. Wether-
all [leikstjóri, framleiðandi, höfundur og aðalleikarij fór alla leið til To-
bago til að kvikmynda réttar gerðir af víkum og hellum. En hann hefði
átt að fara til baka fremur en vestur á bóginn til að ná „eyjunni" og þá
hefði hann snúið til baka með réttan farangur.“26 Disher er ekki að tala
gegn tryggð við upphaflegu söguna heldur gegn misskilningi á því
hvernig slíkri tryggð verði náð. Nýlegra dæmi er notkun Peters Bogda-
novich á heitu lauginni í kvikmyndun hans á Daisy Miller: „Blönduðu
böðin eru alvöruhluti af tíðarandanum“, fullyrðir hann í viðtali við Jan
Dawson.27 Þau eru kannski alvöruhluti af tíðarandanum, en ekki af Hen-
ry James svo að þetta verður í rauninni ómarkviss tryggð sem er málinu
jafnvel óviðkomandi. Vandinn við tryggðina er margbrotinn en það er
ekki of mikil einföldun að telja gagnrýnendur hafa hvatt kvikmynda-
framleiðendur til að líta á hana sem eftirsóknarvert markmið við aðlög-
un bókmenntaverka. Eins og Christopher Orr hefur bent á: „Spurning-
in um tryggð aðlöguðu kvikmyndarinnar við bókstaf og anda
bókmenntaverksins hefur tvímælalaust stýrt orðræðunni um aðlögun.“28
Ekki verður hjá því komist að taka þennan þráð upp aftur í öllum þeim
25 Beja, Kvikmyndir og bókmenntir, s. 80.
26 M. Willson Disher, „Klassísk verk í kvikmynd“ [„Classics into Films“], Forthnightly
Review, NS 124 (des. 1928), s. 789.
27 Dawson, „Meginlandsgjáin“, s. 14.
28 Christopher Orr, „Orðræða um aðlögun" [„The Discourse on Adaptation“], IVide
Angle, 6/2, 1984, s. 72.
J4