Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.12.2010, Síða 18
BRIAN McFARLANE
Sumir rithöfundar hafa bent á aðferðir þar sem leitast er við að flokka
aðlaganir á þann hátt að tryggð við frumverkið sé ekki í jafn miklum
metum og áður. Geoffrey Wagner leggur til þrjá hugsanlega flokka sem
kvikmyndagerðarmenn og gagnrýnendur geta valið úr til að meta aðlag-
anir: Hann kallar þá (a) yfrrfœrslu, „þar sem skáldsagan er flutt beint á
tjaldið með því að halda sýnilegum inngripum í lágmarki“;31 (b) túlkun
„þar sem frumverkið er tekið og því breytt vísvitandi eða óvart á ein-
hvern hátt... þannig að ljóst sé að kvikmyndagerðarmaðurinn hefur ann-
að í huga en tryggð eða beinlínis afskræmingu“;32 og (c) hliðstæða, „sem
hlýtur að sýna allveruleg frávik í þeim tilgangi að búa til annað lista-
verk“.33 Gagnrýnandinn þarf þá, segir hann, að skilja hvers konar aðlög-
un hann er að fást við ef túlkun hans á myndinni sjálfri á að koma að ein-
hverju gagni. Dudley Andrew greinir líka þrenns konar tengsl milli
kvikmyndar og frumskáldsögu og samsvarar hver gerð tengsla í grófum
dráttum flokkum Wagners (en í öfugri röð hvað tryggð við frumverkið
áhrærir): „Lán, skurðpunktur og tryggð í ummyndun".34 Og enn má
nefna þriðja sambærilega flokkunarkerfíð sem Micahel Klein og Gillian
Parker settu fram: Fyrst er „tryggð við meginþráð frásagnarinnar“; síð-
an er nálgun sem „heldur í meginkjarna frásagnarbyggingarinnar en er
um leið afgerandi endurtúlkun á frumtextanum eða jafnvel afbygging
hans“; og í þriðja lagi er aðeins litið á „frumverkið sem hráefni, einfald-
lega sem tilefni frumlegs listaverks“.35 Samsvörunin við flokka Wagners
er augljós.
Þessar flokkunartilraunir eru síður en svo endanlegar en í þeim býr þó
hughreystandi ögrun við þann fræðilega mælikvarða sem einveldi
tryggðarinnar er. Þær gefa ennfremur til kynna að ef ekki er tiltekið
hvers konar aðlögun er á ferðinni kunni fræðilegt mat að missa algerlega
marks. Trúföst aðlögun (t.d. Daisy Miller eða Howard’s End eftir James
Ivory frá 1992) getur vissulega verið skynsamleg og aðlaðandi en þó þarf
31 Geoffrey Wagner, Skáldsagan og kvikmyndin [The Novel and the Cinema], Fairleigh
Dickinson University Press: Rutherford, NJ, 1975, s. 222.
32 Sami, s. 224.
33 Sami, s. 226.
34 Dudley Andrew, „Músan velnýtta: aðlögun í kvikmyndaffæðum og sögu“ [„The
Well-Worn Muse: Adaptation in Film History and Theorý1], í Syndy Conger og
Janice R. Welsch (ritstj.), Frásagnarhættir [Narrative Strategies], West Illinois Uni-
versity Press: Macomb, 111, 1980, s. 10.
35 Michael Klein og Gillian Parker (ritstj.), Enska skáldsagan og kvikmyndir [The Eng-
lish Novel and the Movies], Frederick Ungar Publishing: New York, 1981, s. 9-10.