Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.12.2010, Page 25
FRA SKALDSOGU TIL KVIKMYNDAR
Woody Allen er ein fárra kvikmynda sem væri ósldljanleg ef ekki væri
slík sögurödd.) I venjulegri kvikmyndagerð er hægt að sleppa sögurödd-
inni nokkra stund í einu. Satt að segja er viðvarandi skýringarrödd við
sjónræna framsetningu atburða lítt eftirsólcnarverð í kvikmynd af fullri
lengd eins og hér eru til athugunar (og flestir kvikmyndaáhorfendur hafa
áhuga á). Orðin sem röddin segir fylgja myndskeiðum sem óhjákvæmi-
lega öðlast sitt eigið hlutlæga líf. Maður hefur ekki lengur þá tilfinningm
að allt fari í gegnum vitund persónu sem jafnframt er mælandi: Jafnvel í
mynd eins og Glœstum vonum [Great Expectations] eftir David Lean, sem
teygir sig ótrúlega langt til að halda „fyrstu-persónu“ nálgun skáldsög-
unnar, eru hinar grótesku verur sem byggja heim Pips ekki lengur born-
ar á borð fyrir áhorfandann sem huglægar myndir einstaklings. Við sjá-
um nú allt sem tökuvélin „sér“, ekki aðeins það sem greypir sig í
skapandi næmi sögumanns sem einnig er hetja. I kvikmyndum sem nota
sögurödd sprettur tilfinning okkar fyrir persónunni sem röddin er eign-
uð sennilega af þátttöku hennar í atburðum sögunnar fremur en af slit-
róttum athugasemdum hennar um þá. Þessu er hins vegar iðulega ann-
an veg farið í fyrstu-persónu skáldsögum.
Alvitra skáldsagan
Frásögn alviturrar skáldsögu er sett fram í tvenns konar orðræðu: Þeirri
sem eignuð er ýmsum persónum með beinni ræðu („hlutlægt tungumál“
eins og Colin MacCabe kallar það49), svo og orðræðu frásagnarprósans
(ég kysi hér frekar að tala um „frásegðarprósa"50), eins konar drottnandi
„hjálparmál“ sem umlykur þær. Hjálparmálið stjórnar lestri okkar á
49 Colin MacCabe, „Raunsæi og kvikmyndin: Athugasemdir um nokkrar kenningar
Brechts“ [„Realism and the Cinema: Notes on Some Brechtian Theses"], Screen
15/2, sumar 1974, s. 10.
50 [Þýð.: Höf. er með þessum orðum að styrkja grunn þeirrar aðgreiningar milli ein-
stakra þátta frásagnar og stærri heilda (jafnvel allrar frásagnarinnar) sem hann útfær-
ir nánar hér á eftir. Nauðsynlegt er að vísa í formgerðarfræðilega greiningu á „segð“
og „framsögn“, t.d. í grein Juliu Kristevu, „Orð, tvíröddun og skáldsaga“ sem birt-
ist í þýðingu undirritaðs í Spor í bókmenntafræði 20. aldar, ritstj. Garðar Baldvinsson,
Kristín Birgisdóttir og Kristín Viðarsdóttir, 1991 (sjá þar t.d. nmgr. 23, s. 100). Hér
á eftir gerir McFarlane góða grein fyrir þessum mun og byggir mál sitt á honum. Að
þessu sinni er hann aðeins að leggja áherslu á ffásögnina sem safh afmarkaðra þátta
(bæði söguefnis, sviðsmuna, hljóða o.s.frv.) og frásögnina sem athöfn, bæði efnivið
hennar og það hvernig hún er sett fram. A þessum stað í grein McFarlanes nota ég
„frásögn" fyrir fyrri merkinguna en „frásegð“ fyrir þá síðarnefndu. I fyrrnefndri
grein Kristevu var svipað par þýtt sem „framsögn“ og ,,segð“.]
23