Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.12.2010, Page 29
FRA SKALDSOGU TIL KVIKMYNDAR
það að hún þurrkar út fyrstu-persónu frásögn, er kannski það næsta sem
kvikmyndin kemst í átt að bæði fyrstu- og þriðju-persónu frásögn. Beit-
ing hennar verður athuguð betur í könnun á verkinu Daisy Miller.
Fdein orð um hugtakanotkun
Aðgreininguna hér að framan sem rædd var undir fyrirsögnunum „Frá-
sagnarliðir" og „Frásagnargerðir“ má taka saman sem mun annars vegar
á runum af atburðum í tímaröð og orsakasamhengi og hins vegar á fram-
setningarháttum þeirra (sem hægara er að greina með bókmenntafræði-
legum hugtökum). Þessi aðgreining m\W\ frdsagnar ogfi'amsetningar á sér
grófa hliðstæðu í aðgreiningu milli sögu og orðræðu. Seinna parið - his-
toire og discours í frönskum skáldskaparfræðum nútímans - er runnið frá
rússnesku formalistunum sem greindu á þriðja áratugnum „milli fiabula
[föflu], sem er söguefnið í hreinni tímaröð, og suzhet [fléttu], þ.e. flétt-
unnar sem sögumaðurinn skipar niður og snyrtir til. Fléttan er þannig
frágengið frásagnarverkið eins og við upplifum það í texta; ekki lengur
hrein saga heldur frásagnarleg athöfn sem felur í sér val“,54 eins og Rog-
er Fowler orðaði það. Histoire og discours skilgreinir hann síðan sem
„söguefni og það hvernig því er komið til skila.“55
I örtvaxandi hugtakaforða kvikmyndafræðanna leysir önnur hliðstæða
gjarnan af hólmi flokkana sem hér var vísað til í umræðum um segð [en-
unciated] ogfiramsögn [enunciation]. Þessi orð eru runnin undan rifjum
málvísindamannsins Emiles Benveniste. Fljá honum merkir það fyrra
„það sagða“ (l’énoncé) eins og það kemur fram í „textastreng11,56 (eins og
David Bordwell kallar það); með öðrum orðum, samhangandi röð at-
burða sem fluttir eru í setningafræðilegum einingum og eru á vissan hátt
summa frásagnarliða raðarinnar. Það síðara, framsögnin (Vénonciation),
einkennir ferlið sem skapar, leysir úr læðingi, mótar (ég veit að ég er hér
að leita að rétta orðinu) „segðina“. Framsögnin vísar sem sé til þess
hvernig segðinni er miðlað og er þar greinilega samstíga frásögninni,
suzhet [fléttunni], og orðræðunni. Flvorki kvikmyndin né skáldsagan eru
„gagnsæjar“ hversu mjög sem hvor þeirra um sig reynir að dylja merkin
54 Roger Fowler, Málvísindi og skáldsagan [Linguistics and the Novel\, Methuen: Lond-
on, 1977, s. 78-79.
55 Sami, s. 79.
56 Bordwell, Frásögn ískáldmynd, s. 21.
27