Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.12.2010, Page 36
BRIAN McFARLANE
burðarásina í heild“.68 Hann gleymir síður en svo að gera ráð fyrir því að
aðrir frásagnarþættir gegni einhverju hlutverki heldur beinir hann sér-
stakri athygli að spurningum um hvatir persónanna sem „oft bæta við
söguna einkar skýrum og ljóslifandi dráttum“;69 en hann sér þessa þætti
sem annað en persónuliði og telur böndin milli þeirra „ekki jafn nákvæm
og afgerandi“.70
Eg legg hér til að þegar við íhugum hvers konar aðlögun hefur átt sér
stað getum við einangrað aðalpersónuliðina í upphaflega verkinu og séð
hversu vel þeir eru varðveittir í kvikmyndaútgáfunni. (Greining Peters
Wollens í anda Propps á mynd Hitchcocks I norð-norðvestur [North by
Northwest]71 semr fram þá skoðun að flókin frásögn falli vel að aðferðum
og flokkun sem leiddar eru af rannsókn á mun einfaldari háttum.) Með
því að skoða þessa liði sem dreifast á sjö „athafnasvið“ (sem nefnd eru
eftir gerendum þeirra - „þrjóturinn“, „hjálparhellan“ o.s.frv.), er hægt að
ákvarða hvort kvikmyndagerðarmaðurinn hefur stefnt að því að varð-
veita innbyggða formgerð upphaflega verksins eða endurvinna það
gagngert. Slík rannsókn myndi skjóta styrkum stoðum undir samanburð
með því að flokka saman þá liði sem skipta sköpum fyrir frásögnina: þ.e.
fyrir fléttuna sem skipar hráefninu saman í söguna.
Að greina goðsöguleg og / eða sdlfræðileg mynstur
Ymsar goðsögur skipa vissum algildum þáttum mannlegrar reynslu í
frásagnarform en í þeim telur Lévi-Strauss að „goðsögulegt gildi goð-
sögunnar varðveitist, jafnvel í verstu þýðingum ... [Olíkt ljóðum] liggur
efniviður hennar ekki í stíl, upphaflegri hrynjandi, eða setningagerð
heldur í sögunni sem sögð er“.72 Að sama skapi hlýtur að mega vænta þess
að goðsögulega þætti sem eru að verki í skáldsögu sé hægt að yfirfæra á
hvíta tjaldið þar eð þeir eiga líf sitt ekki undir þeim birtingarmyndum
sem þeir koma fram í, enda eru þeir ekki viðkvæmir fyrir jafnvel „verstu
þýðingum“. Hugmyndin um goðsögur er nátengd freudískum hugtök-
68 Propp, Formfræði þjóðsögunnar, s. 21. [Þýð.: Sjá einnig Hugtök og heiti í bókmennta-
fræði, ritstj. Jakob Benediktsson, 1983, s. 96.]
69 Propp, s. 75.
70 Sami, s. 43.
71 Peter Wollen, „1 norð-norðvestur. Formfræðileg greining“ [North by North-West: A
Morphological Analysis], Film. Form, 1/1976, s. 20-34.
/2 Claude Lévi-Strauss, Formgerðarfræðileg mannfræði [Structural Anthropology], Pengu-
in Books: Harmondsworth, 1972, s. 210. [Þýð.: Ensk þýð. Claire Jacobson og
Brooke Grundfest Schoepf.]
34