Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.12.2010, Síða 62
ELAINE SHOWALTER
greiningar á textum karla og kvenna eins og rannsóknir Mary Hiatt á
nútímaskáldskap, Hvemig konur skrifa (The Way Women Write, 1977),
sem hún vann með hjálp tölvuforrits, er auðvelt að gagnrýna fyrir að slíta
orð úr samhengi við merkingu sína og notkun. Sú greining ristir dýpra
sem beinist að því að fínna „kvenlegan stíl“, í stílbrögðum, myndmáli og
setningafræði í ritun kvenna, en hætt er við að listrænum ákvörðunum
höfunda sé þar ruglað saman við eðlislægar tilhneigingar. Tungutak og
stíll eru aldrei hrá og eðlislæg heldur ráðast þau alltaf af óteljandi þátt-
um, eins og bókmenntagrein, hefð, minnisgetu og samhengi.
Femínísk gagnrýni ætti að einbeita sér að aðgangi kvenna að tungu-
málinu, hvaða hluti orðaforðans standi þeim til boða, hvaða hugmynda-
fræðilegir og menningarlegir þættir hafí áhrif á tjáninguna. Vandinn er
ekki sá að tungumálið sé ófullnægjandi tjáningarform kvenlegrar sjálfs-
vitundar, heldur að konum hefur ekki verið leyft að nýta sér það til fulls
og þær hafa því neyðst til þagnar, rósamáls eða tæpitungutals. I nokkrum
drögum að fyrirlestri um skrif kvenna (sem hún lagði til hliðar eða ákvað
að birta ekki), mótmælti Woolf þeirri ritskoðun sem lokaði fyrir aðgang
kvenna að tungumálinu. Með því að bera sig saman við Joyce, benti hún
á muninn á mállegu umráðasvæði þeirra: „Nú á dögum hneykslast karl-
menn ef kona segir hug sinn (eins og Joyce gerir). Bókmenntir sem ekki
gera annað en að draga tjöldin fyrir eru ekki bókmenntir. Allt sem í okk-
ur býr, þarf að tjá - sál og líkama - en það er bæði erfítt verk og áhættu-
samt.“31
„Allt sem í okkur býr, þarf að tjá - sál og líkama.“ I stað þess að tak-
marka mállegt svigrúm kvenna, verðum við að berjast fyrir opnun þess
og útvíkkun. Götin í orðræðunni, eyðurnar, bilin og þagnirnar eru ekki
birtingarmyndir kvenlegrar vitundar heldur rimlagluggatjöldin í „fang-
elsi tungumálsins“. Kvennabókmenntir eru enn að reyna að kveða niður
drauga bælds tungumáls og þar til þeir draugar hafa að fullu verið niður
kveðnir ættum við ekki að grundvalla kenningar okkar um mismun í
tungumálinu.
11 Virginia Woolf, „Speech, Manuscript Notes“, The Pargiters: The Novel-Essay Portion
of the Years 1882-1941, ritstj. Mitchell A. Leaska (New York: New York Public Li-
brary, 1977), bls. 164.
6o