Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.12.2010, Síða 70
ELAINE SHOWALTER
mannfræðingar við Oxford-háskóla, Shirley og Edwin Ardener hafa sett
fram sérlega áhugaverða greiningu á kvennamenningu. Markmið þeirra
er að draga upp mynd af kvennamenningu sem ekki er sögulega tak-
mörkuð og búa til hugtök um sérkenni hennar. I tveimur ritgerðum eft-
ir Edwin Ardener, „Trú og spurningin um konur“ („Belief and the
Problem of Women“, 1972) og „Aftur tekist á við „spurninguna““,
(„The „Problem" Revisited“, 1975), heldur hann því fram að konur séu
þaggaður hópur, útmörk menningar þeirra og veruleika skarist við hinn
drottnandi hóp (karla) en liggi þó að hluta til utan hans. Til þess að skilja
hvernig drottnandi hópurinn lítur á konur og hvernig þær líta á sjálfar
sig og aðra er nauðsynlegt að draga upp mynd af menningarlegum að-
stæðum kvenna. Bæði mannfræðingar og sagnfræðingar leggja áherslu á
að hin karlhverfa útgáfa af sögunni og menningunni sé ófullnægjandi og
komi að litlu gagni þegar greina þurfí kvenlega reynslu. Aður var sú
kvenlega reynsla sem féll ekki að karllegum hugmyndum meðhöndluð
sem eins konar frávik eða ekki talin með. Rannsókn utan frá gat ekki
komið í staðinn fyrir skilning sem kemur að innan. Hugmyndir Arden-
ers um kvennamenningu hafa víðtæka þýðingu fyrir femínískar bók-
menntakenningar samtímans, því að hugtökin skynjun, þögn og þöggun
eru stór hluti umræðna um þátttöku kvenna í bókmenningu.40
Með hugtakinu „þöggun“ gefur Ardener í skyn að viðfangsefnin séu
bæði tungumál og vald. Bæði þaggaðir og ráðandi hópar mynda á ómeð-
vitaðan hátt skoðanir eða hugmyndir sem móta hinn félagslega veru-
leika, en ráðandi hóparnir stjórna því í hvaða formi og innan hvaða kerfa
má orða þessa vitund. Skoðunum þaggaðra hópa er þess vegna aðeins
miðlað í gegnum leyfileg form ráðandi kerfa. Þetta mætti orða sem svo
að allt tungumál sé tungumál hins ríkjandi skipulags og konur, tjái þær
sig yfírhöfuð, verði að tjá sig með því. Hvernig verður þá, spyr Ardener,
„táknlegur þungi þessa hóps tjáður?" Hann telur, að konur fínni tjáningu
sinni farveg í trúarathöfnum og listum, og því geti þjóðfræðingur, karl-
kyns eða kvenkyns, sem er tilbúinn til að skyggnast á bak við tjöld hins
ráðandi kerfís, ráðið í þessa tjáningu.41
40 Sjá, t.d., Tillie Olsen, Silenccs (New York: Delacorte Press, 1978); Sheila Rowbot-
ham, Woman's Consciousness, Man’s World (New York: Penguin Books, 1974), bls.
31-37; og Marcia Landy, „The Silent Woman: Towards a Feminist Critique“, í Di-
amond og Edwards, Authority ofExperience, bls. 16-27.
41 Edwin Ardener, „Belief and the Problem of Women“, í S. Ardener, Perceiving Wbm-
en, bls. 3.
68