Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.12.2010, Side 85
UM TURNA BABEL
kerfi málsins tdl jafns við önnur orð, hvort sem málið er hið þýdda eða
hið þýðandi. Og þó býr „Babel“, sem er atburður á einni einstakri tungu,
þeirri sem hann birtist í til að mynda „texta“, einnig yfír nafnorðsmerk-
ingu, almennu hugtaksgildi. Litlu máli skiptir hvort þetta sé afleiðing
orðaleiks eða komið til fyrir rugluð hugrenningatengsl: á einni tungu
mátti skilja „Babel“ í þeirri merkingu sem „ruglingur“ hefur. Og á sama
hátt og Babel er bæði sérnafn og almennt nafnorð verður Ruglingur upp
frá því bæði sérnafn og almennt nafnorð, annað samhljóðandi hinu og
líka samheiti hins, en ekki jafngildi því seint kæmi til greina að ruglast á
gildi hvors um sig. Hér stendur þýðandanum engin viðunandi lausn til
boða. Urræðið að nota viðurlag og stóran staf („Sem hann lýsir nafni sínu
yfír: Bavel, Ruglingur“) þýðir eldd úr einu máli á annað. Það útlistar,
skýrir, breytir orðalagi en þýðir ekki. I mesta lagi dregur það upp grein-
ingu sem í ofanálag fæst með því að skipta tvíræðninni upp í tvö orð and-
stætt við hið svokallaða frummál þar sem ruglingurinn safnaðist saman í
afl, í öllu sínu afli, í þeirri innri þýðingu, ef svo má að orði komast, sem
brýst um í nafninu. Því á sjálfu máli upphaflegu frásagnarinnar er fyrir
hendi þýðing, eins konar tilfærsla sem framkallar samstundis (af vissum
ruglingi) merkingarlegt jafngildi sérnafnsins sem það sjálft sem hreint
sérnafn gæti annars ekki haft. Þessi innbyrðis þýðing gerist raunar við-
stöðulaust; það er strangt tiltekið ekki einu sinni aðgerð. Engu að síður
gat sá sem talar tungu Sköpunarsögunnar numið sérnafnsáhrifín og um
leið afmáð hið hugtakslega ígildi (eins og pierre [steinn] í Pierre
[Steinn]), og hér er um tvö algerlega ólík gildi eða hlutverk að ræða; það
er því freistandi að segja ífyrsta lagi að eiginnafn, í eiginlegri merkingu,
tilheyri tungumálinu ekki beint; það tilheyrir því ekki, þó að og því að kall
þess geri(r) tunguna mögulega (hvað væri tungumálið án möguleika þess
að nefna með nafni?); þar af leiðir að það getur því aðeins átt réttilega
heima í tungumáli að það láti þýðast, m.ö.o. túlkastí merkingarlegu jafn-
gildi sínu: um leið er útilokað að taka því sem eiginnafni. Nafnorðið
„pierre“ tilheyrir franskri tungu, og þýðing þess yfír á erlent mál hlýtur
allajafna að felast í því að flytja yfír merkingu þess. Þetta á hins vegar ekki
við um „Pierre“ sem er ekki sjálfgefið að teljist til frönsku og gerir það
alla vega ekki á sama hátt. Pétur er í þessum skilningi ekki þýðing á Pierre,
ekki frekar en Lundúnir þýðing á London. I öðru lagi getur sá einstak-
lingur sem ætti tungu Sköpunarsögunnar að svokölluðu móðurmáli hæg-
lega skilið Babel sem „rugling"; í því tilfelli beitir hann ruglingslegri
83