Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.12.2010, Síða 101
UM TURNA BABEL
ar verða að falla hvert að öðru í smæstu atriðum en þurfa þó ekki að vera
eins til að hægt sé að skeyta þau saman, verður þýðingin, í stað þess að
líkjast merkingu frumtextans, öllu heldur, af ástúð og allt niður í smæstu
atriði, að færa yfir í sitt eigið mál miðunarhátt hans: á sama hátt og brot-
in verður hægt að þekkja sem hluta sömu amfóru, þannig verða frumtext-
inn og þýðingar hans þekkjanleg sem hlutar af stærra máli.“
Fylgjum þessum blíðuhótum, faðmlögum þessa elskanda (liebend) sem
eru að verki í þýðingunni. Þau endurskapa ekki, endurgera ekki, eru ekld
fulltrúi íyrir, þau skila í sjálfu sér ekki merkingu frumtextans nema í þess-
um óendanlega smáa snerti- eða gælupunkti merkingarinnar. Þau teygja
úr líkama tungumálanna, þau þenja tunguna táknrænt út; og táknrænn
þýðir hér að enda þótt ekki sé endurgerð fyrir höndum, þarf hin stærri,
hin nýja umfangsmeiri samstæða þrátt íyrir allt að setja eitthvað aftur
saman. Það er kannski ekki heild, en það er samstæða og opnunin út á við
má ekki draga úr einingu hennar. Eins og krukkan, sem gefur af sér sinn
skáldskaparlega topos í fjölmörgum hugleiðingum um hlutveruleikann og
málið, allt frá Hölderlin til Rilke og Heidegger, er amfóran ein og heil í
sjálfri sér en opnast jafnframt út á við - og þetta op opnar eininguna, það
gerir hana mögulega og fyrirmunar henni heildina. Það gerir henni kleift
að taka á móti og gefa. Ef vexti málsins er einnig ætlað að setja aftur sam-
an án þess að koma í staðinn íyrir, ef táknið liggur í þessu, getur þýðing-
in þá gert tilkall til sannleikans? Sannleikur, mun þetta enn nafnið á því
sem ræður lögum þýðingar?
Hér snertum við - í punkti sem er vafalaust óendanlega smár - tak-
mörk þýðinga. Hið hreina óþýðanlega og hið hreina þýðna renna þar
saman hvort í annað - og það er sannleikurinn, „hann sjálfur efnislega".
„Sannleiks“-orðið kemur fyrir oftar en einu sinni í Verkefni pýðandans.
F.kki er ráðlegt að tileinka sér það með flýti. Hér er hvorki um að ræða
sannleika þýðingar að því leyti að hún væri í samræmi við eða trú fýrir-
mynd sinni, frumtextanum. Né heldur, að því er varðar frumtexta eða
jafnvel þýðingu, einhverja aðhæfingu tungumáls við merkingu eða við
raunveruleikann, enn síður aðhæfingu staðgöngunnar við eitthvað. Hvað
er þá á ferðinni undir sannleiksnafninu? Og skyldi það vera svo nýtt?
Snúum okkur aftur að hinu „táknræna“. Rifjum upp metafóruna eða
ammetafóruna: þýðing gefst frumtextanum þegar hinir tveir samskeyttu
hlutar, eins ólíkir og þeir geta verið, bætast hvor öðrum og mynda stærri
tungu, í afkomu sem breytir þeim báðum. Því móðurmál þýðandans, við
99