Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.12.2010, Side 110
JACQUES DERRIDA
um okkur að hann hafí ekki vitað af: þessi óviljandi eftirmynd,
fjarri því að vera ritstuldur, bæri með sér séreinkenni hans, væri
„hugræn nýsköpun", og ætti skilið vernd. Báðar þýðingarútgáf-
urnar, gerðar hvor í sínu lagi og án vitundar um hina, eru hvor
um sig aðskilinn og einangraður vitnisburður um persónulega
tjáningu. Srí síðari er afleiðuverk miðað við verkið sem þýtt var,
ekki miðað við hmafyrri.10 [Skáletrun síðustu setningar mín.]
Þessi réttur við sannleikann, hver eru tengslin?
Þýðingin gefur fyrirheit um ríki undir sættir tungumálanna. Þetta fyr-
irheit, eiginlega táknrænn atburður sem skeytir saman, parar saman, gef-
ur saman tvær tungur sem tvo þætti stærri heildar, höfðar til tungu sann-
leikans (Sprache der Wahrheit). Ekki til tungumáls sem er rétt,
fullnægjandi gagnvart einhverju ytra innihaldi, heldur til sannrar tungu
hvers sannleikur ætti ekki við annað en sjálfan sig. Hér væri um að ræða
sannleikann sem óvéfengjanleika, sannleika gjörðar eða atburðar sem til-
heyrði frumtextanum fremur en þýðingunni, jafnvel þótt frumtextinn sé
þegar í beiðni- eða skuldarstöðu. Og ef það sem í daglegu tali er kallað
þýðing fæli í sér slíkan óvéfengjanleika og slíkt atburðarafl, væri það
vegna þess að hún yrði til á einhvern hátt eins og upphaflegt verk. Þannig
væri til upprunalegur og upphaflegur máti á að koma sér í skuld, það er
staður og stund þess sem kallað er upprunalegt verk, verk.
Til þess að þýða vel meiningarviðleitni þess sem Benjamin á við þeg-
ar hann talar um „tungu sannleikans“, væri ekki úr vegi að tileinka sér
það sem hann segir einatt um „meiningarætlun“ eða „miðunarætlun“
(.Intention der Meinung, Art des Meinens). Eins og Maurice de Gandillac
minnir á, eru þetta hugkvíar sem Brentano og Husserl fengu frá skóla-
spekinni. Þær gegna mikilvægu, þó ekki ætíð augljósu, hlutverki í Verk-
efni þýðandans.
Hvað er það sem virðist miðað á með þessu meiningarhugtaki (Mein-
en)} Við skulum grípa niður á þeim punkti í þýðingunni þar sem skyld-
leiki tungumála virðist gera vart við sig, handan við alla líkingu með
frumtexta og endurgerð hans, og óháð allri sögulegri framvindu. Skyld-
leiki gefur reyndar ekki endilega í skyn sviplíkingu. Þrátt fyrir það, og
þótt hann víki til hliðar sögulegum eða náttúrlegum uppruna, útilokar
Benjamin ekki að ígrunda uppruna almennt, í allt annarri merkingu, ekk-
10 Sama rit, bls. 41.
108