Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.12.2010, Síða 111
UM TURNA BABEL
ert frekar en menn eins og Rousseau eða Husserl gerðu í hliðstæðu sam-
hengi og með sambærilegum hætti. Benjamin tekur þetta jafnvel bókstaf-
lega fram: til þess að komast sem næst þessum skyldleika eða þessum
venslum „er upprunahugtakið (Abstammungsbegriff) óhjákvæmilegt“.
Hvar á þá að leita að þessum upprunavenslum? Þau gera vart við sig í því
hvernig miðanirnar geiga, hörfa og er sambeitt. I gegnum hvert tungu-
mál er miðað á einhvern og hinn sama hlut sem engri tungu tekst þó,
einni og sér, að hæfa. Þær geta ekki vænst þess að hæfa hann, og ekki lof-
að sér honum, nema með því að beita saman meiningarviðleitni sinni
„samanlagðri meiningarviðleitni sinni þar sem hver bætir aðra upp“.
Þessi sambeiting í átt að heildinni er hörfun inn í sig því það sem hún
leitast við að hæfa, það er „málið hreint“ (die reine Sprache), eða hin
hreina tunga. Það sem þá er miðað á með þessari samvinnu tungnanna
og meiningarviðleitni þeirra er ekki forskilvitlegt tungunni, það er ekki
raunveruleiki sem þær sækja að úr öllum áttum eins og turn sem þær
reyna að ná í kringum. Nei, það sem þær leitast við að miða á, hver um
sig og saman í þýðingu, það er tungumálið sjálft sem babelskur atburð-
ur, mngumál sem er ekki hið altæka tungumál í skilningi Leibniz, tungu-
mál sem er heldur ekki hið náttúrlega tungumál sem sérhvert tungumál
er út af fyrir sig, það er mál-vera tungunnar, tungan eða málið sem slíkt,
þessi eining án nokkurrar sjálfsemdar sem gerir að verkum að til eru
tun<gur, og að það eru tungur.
Þessar mngur mynda tengsl hver við aðra í þýðingunni með óheyrð-
um hætti. Þær bæta upp hver aðra, segir Benjamin; en engin önnur fulln-
usta í heiminum getur staðið fyrir þessa, né heldur þennan táknræna
uppbætileika. Þessi einstæða (sem ekkert í heiminum getur staðið fyrir)
er án efa komin undir meiningarviðleiminni eða því sem Benjamin reyn-
ir að þýða á mál skólaspeki-fyrirbærafræðinnar. Innan sömu meiningar-
viðleimi er nauðsynlegt að greina stranglega á milli þess sem miðað er á,
miðið (das Gemeinte), og miðunarháttarins (die Art des Meinens). Verkefni
þýðandans, óðar en hann festir sjónir á frumsamningi mngnanna og
væntingunni um „hið hreina mál“, útilokar hið „miðaða“ eða læmr það
liggja milli hluta.
Það er miðunarhátmrinn einn sem úthlutar verkefni þýðandans. A
hvern „hlut“, í þeirri sjálfsemd hans sem gert er ráð fyrir (til dæmis
brauðið sjálft) er miðað samkvæmt ólíkum háttum á hverri tungu og í
hverjum texta á hverri tungu. Það er meðal þessara hátta sem þýðingin