Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.12.2010, Page 130
AUÐUR ÓLAFSDÓTTIR
Hann er röskur meðalmaður
á hæð og gildur að sama
skapiy. svarar sér vel og rek-
inn saman um herðarnar,
sem eru dáiítið lotnar ag
kúptar. Hálsinn er tiltakan-
lega stuttur en mjög gildur og
er til að sjá eins og höfuðið
standí fram úr bringunni, er
hann gengur lotinn. Hann er
mjög hárprúður, hárið mikið
og fagurt, dökktá lit og brúnt
alskegg, sem tekur niður að
bringu. Hann er tiltakanlega
vel eygður, móeygður og
fremur stóreygður; augna-
ráðið stillt, bliðlegt og eins og
biðjandi og ógleymanlega
faguró
Birgir Andrésson, Mannlýsing (Lesbók
Morgunblaðsins 22. febrúar 2001).
Listasagan er ekki ein og
óskipt fremnr en önnur saga,
listasagan er þekkingarfram-
leiðsla og þekking sem sett er
fram er í sjálfri sér merkingar-
skapandi. Framleiðsla á lista-
sögu byggir líkt og önnur saga
á huglægu vali, á listúrdrætti.
Sömu sögu er reyndar að segja
um innkaup safna á list, þess
vegna er hart deilt um þá
ábyrgð sem listasöfn bera á
skráningu listasögunnar með
vali sínu handa framtíðinni.
Orðræða listfræðinnar er
breytileg eftir tímabilum og
túlkunaraðferðum og að
nokkru leyti hefur fræðigrein-
in þróast samhliða breytingum
á listinni.9 Um leið hefur
starfssvið listfræðinga breyst
og spannar, auk hefðbundinna
myndlistargreina, þau svið sem
kennd eru við sjónræna menningu, s.s. myndasögur, auglýsingar, ljós-
myndir og kvikmyndir. I dag eru margar viðurkenndar hugmyndir í
gangi um hvernig hægt sé að skrifa um myndlistarverk og álitið að hægt
sé að búa til margar tegundir af listasögu. Mismunandi listsöguskoðanir
eða greiningaraðferðir (e. methodologies of art-historical analysis) eru mis-
munandi aðferðir við að skilja listaverk, mismunandi nálgunarleiðir, þær
snúast ekki um að tæma listaverkið af merkingu sinni. Orðræða um
myndlist er í besta falli tillaga að merkingu. Að vera „læs“ á myndlist er
því að geta gert sér hugmynd um ólík merkingarsvið sama verks, að það
sé þannig hægt að beita margs konar rannsóknaraðferðum, mörgum
Rannsóknaraðferðir listfræðinnar eru í stöðugri þróun og breytingum undirorpnar,
að nokkru lejnd í samræmi við breytingar á inntaki myndlistar. Það svið sem telst til
myndlistar í dag er miklu víðara en íyrir 50 árum svo ekki sé talað um fyrir 100
árum.
128