Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.12.2010, Page 131
EF EG VÆRIMYND
sjónarhornum, margs konar orðræðu á listina, á eitt og sama listaverk-
ið.
I megindráttum skiptast greiningaraðferðir listfræðinnar í áherslu á
fagurfræðilega þætti (áherslu á formgerð verks) og á samfélagslega
umgjörð verks, svo sem samfélagsleg skilyrði og virkni listarinnar, mótun
listamanns og hlutverk áhorfanda. Aðferðafræði listfræðinnar undanskilur
að sjálfsögðu ekki frumleika einstakra verka, segja má að sjónarhorn
frumleikans sé innbyggt í hverja og eina greiningaraðferð. Þótt rætur
fræðigreinarinnar sé að finna allt aftur í fornöld Griklcja (fagurfræði), þá
er listfræði sem skipulögð fræðigrein í nútímaskilningi ekki eldri en frá
miðri 19. öld. Flestar þeirra listsögulega greiningaraðferða sem mest hef-
ur kveðið að eru upprunnar á 20. öld. Auk ævisögulegrar greiningar (sem
fram kom á síðari hluta 19. aldar) má nefna formalisma sem á rætur sínar
í módernisma undir lok 19. aldar en varð áhrifamestur í kringum 1920,
íkónógrafíu sem kemur fram í nýrri mynd á þriðja áratug aldarinnar,
marxisma á fjórða áratugnum, ýmsar listfélagssögulegar kenningar á sjö-
unda áratugnum, sálgreiningu á millistríðsárunum, táknfræði upp úr 1970
og kynjafræðilega listsöguskoðun á áttunda áratug síðustu aldar.
Svo sem sjá má af upptalningunni hafa aðferðir listasögunnar að
nokkru leyti mótast af þeim almennu viðhorfum sem hafa verið ríkjandi
í fræðum og hugvísindum á hverjum tíma. Að sama skapi er það hluti af
stöðugri endurskoðun listasögunnar að beita nútímalegri aðferðafræði á
eldri list, skýrasta dæmi þess er sjálfsagt kynjafræðilegt sjónarhorn sem
leiddi til róttæks endurmats á listasögunni upp úr 1970. Eitt mikilvæg-
asta framlag kynjaffæðilegra rannsókna á myndlist var að benda á þá
huglægu þætti sem ráða gerð, túlkun og mati á listaverki, að það sé eng-
in þekking til sem ekki byggir á hlutdrægu sjónarhorni hins kynbundna.
Þannig væru forsendur þeirrar orðræðu sem menn litu á sem alþjóðlega
og algilda, kennda við sannleika eða óhlutdræga þekkingarsköpun ekki
fyrir hendi. Eða eins og það hefur verið orðað á nokkuð afgerandi hátt;
það eru til fleiri útgáfur af listasögunni en þær sem eru skrifaðar af hvít-
um, miðaldra, gagnkynhneigðum karlmanni af millistétt.10 Kynjafræði-
legar rannsókirir í myndlist setja spurningarmerki við sjónarhorn fræði-
10 Sjá m.a. grein Nanette Salomon frá árinu 1991: „The Art Historical Canon: Sins of
Omission" í The Art of Art History: A Critkal Anthology, ritstj. Donald Preziosi,
Oxford: Oxford University Press, 1998.
11 Það má heita táknrænt í því sambandi að verk Gabríelu Friðriksdóttur á Feneyjatví-
129