Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.12.2010, Page 139
ORÐ EÐA MYND
vissulega væru táknmál eins og myndir í loftinu, ekki væri hægt að neita
því. Táknmál væru hins vegar svo miklu fjölþættari og að segja að tákn-
mál væru eins og myndir í loftinu væri eins og að segja að raddmál væru
eins og söngur.12 Þó að mikill hluti orðaforðans í táknmálum sé mynd-
rænn er það auðvitað ekki algilt og má fínna fjölda tákna sem ekki eru
myndræn (sjá umræðu hér aftar). Sú staðreynd að orðaforði sé ffiynd-
rænn útilokar hins vegar ekki að hann eigi sér líka málfræði og lúti regl-
um. Táknin og látbrigðin13 sem þeim fylgja raða sér saman á kerfisbund-
inn hátt og til að mynda gilda ákveðnar regiur um notkun rýmisins. Ef
þær reglur eru brotnar er hætta á að skilaboðin komist ekki til skila.
Með tilkomu rannsókna á táknmálum breyttust viðhorf til þeirra og
staða þeirra batnaði. A áttunda áratug síðustu aldar var víða farið að við-
urkenna táknmál sem mál heyrnarlausra og þau í auknum mæli notuð í
kennslu. I dag er í menntun flestra heyrnarlausra (a.m.k. hér á Vestur-
löndum) fylgt svokallaðri tvítyngisstefnu þar sem stefnt er að tvítyngi
heyrnarlausra barna þar sem táknmál er fyrsta mál þeirra og þjóðtungan
annað mál.
Er táknmálið nær Guði eða apanum/frummanninum?
Það er athyglisvert að velta fyrir sér þeirri staðreynd að á tímum radd-
málsstefnunnar (á 19. og 20. öld) skiptust menn í tvær fylkingar sem
báðar héldu því fram að táknmálið væri á einhvern hátt „náttúrulegt“.
Fylkingarnar greindi hins vegar á um hvað „náttúrulegt“ þýddi og hvort
það væri kostur eða löstur táknmálsins að vera náttúrulegt.
I bók sinni Forbidden Signs ræðir Douglas C. Baynton um þessa baráttu
þeirra sem hann kallar raddmálssinna og táknmálssinna14 en hún er í
raun barátta fyrir tilvist táknmálsins. Raddmálssinnarnir töldu að heyrn-
Community, ritstj. C. Baker og R. Battison, Silver Spring, MD: National Associaton
of the Deaf, 1980, bls. 35-51; endurprentað í Valli og Lucas, Linguistics of 'American
Sign Language, bls. 231-242, bls. 232.
° Með látbrigðum, á ég við hreyfmgar líkama, höfuðs, augna, augabrúna og munns en
allt þetta gegnir málfræðilegu hlutverki í táknmáli. Til dæmis má sleppa fornöfnum
þegar verið er að vísa í samtal tveggja persóna og nota einungis líkamann eða jafnvel
aðeins augun til að vísa til þeirra sem tala.
14 Baynton nefnir þá oralists og manualists, sjá Douglas C. Baynton, Forbidden Signs:
American Culture and the Campaign against Sign Language, Chicago, London: The
University of Chicago Press, 1996, bls. 3-4.
15 Sama rit, bls. 9, 16, 27-29.
13 7