Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.12.2010, Page 158
KRISTJAN ARNASON
og umræðu um málpólitík hafa aðstæður í öðram löndum haft áhrif á það
hvernig þar er rætt um tungumál. I hinu tvítyngda Finnlandi hafa ffá
upphafi sjálfstæðis verið til lög um stöðu fínnsku og sænsku, t.d. um
kennslu í málunum og rétt manna til að nota þau. Þetta er dæmigert
stöðustýringarvandamál sem við Islendingar höfum ekki þurft að glíma
við fram að þessu. Hér hefur það verið undirskilið að íslenska væri hið
opinbera mál. Það er í raun hvergi tekið fram berum orðum t.d. að ís-
lensk lög skuli vera á íslensku. En að minnsta kosti sumir lögfræðingar
telja þó að það sé undirskilið, þannig að í ákvæði um að birta beri lög op-
inberlega felist í raun að þau séu á íslensku. Nýlega hafa Svíar birt skýrslu
um stöðu sænskunnar, þar sem lagt er til að sænska verði opinbert mál í
Svíþjóð.9 Aður hafði það verið nánast undirskilið að sænska væri ríkismál,
en með auknum fjölda innflytjenda og meiri meðvitund um réttindi
minnihlutahópa og innflytjenda og ekki síst vegna aukinnar enskunotk-
unar, t.d. í menntakerfinu, var farið af stað með þessa skýrslugerð.
En nú standa Islendingar frammi fýrir alvarlegu stöðuvandamáli.
Enska sækir á. Háskólakennsla fer víða fram á ensku, og dæmigert fyrir
viðbrögð við því er samþykkt málstefnu Háskóla Islands, sem hefur að
leiðarljósi að talmál og ritmál háskólans sé íslenska, en jafnframt er gert
ráð fýrir að enska verði notuð í rannsóknum og rannsóknarnámi. Einnig
er vikið að þessu í stefnuskrá Islenskrar málnefndar fyrir árin 2002-2005
og á Alþingi 2003-2004 var flutt tillaga til þingsályktunar um að athuga
réttarstöðu íslenskrar tungu.10 Ohætt er að segja að þær aðstæður sem ís-
lenska býr við um þessar mundir geti orðið nýr prófsteinn á það hvernig
„þjóðarsálin“ bregst við í hugsun um tungu sína og menningu. Verða
viðbrögðin með þeim hætti að „hreintungugenin“ blómstri, eða bregst
samfélagið og menntavaldið við á einhvern annan hátt en það hefur gert
áður? Á síðustu árum og misserum hefur borið á því að menntamenn,
sem lengst af hafa flestir verið hlynntir íslenskri málstefnu, andmæla
hefðbundnum gildum í íslenskri málrækt.11 Að hluta til er þar um að
9 Statens offentliga utredninger SOU 2002:27.
10 http://www.hi.is/page/malstefna; http://www.ismal.hi.is/Stefnuskra2002-200S.
html. Stefnuskrá Islenskrar málnefndar er líka birt í Málfregnum 21 (2002), bls.
57-61. Þingsályktunartillagan er skráð hjá Alþingi, 130. löggjafarþingi 2003-2004
sem þskj. 517 - 378. mál.
11 Sjá t.d. Gauta Kristmannsson, „Málar íslensk málstefha málið inn í horn“ , Málstefna
- Languagc Planning, ritstjórar Ari Páll Rristinsson og Gauti Kristmannsson,
Reykjavík: Islensk málnefnd, 2004, bls. 43-49. Hallfríður Þórarinsdóttir mannfræð-
156