Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.12.2010, Page 170
KRISTJÁN ÁRNASON
gildir um aðeins 10,6% þeirra sem eru yngri en þrítugir (V8). Þegar spurt
er um notkunarsvið er einnig kynslóðamunur (V9). Milli 50 og 60%
þeirra yngstu segjast hafa notað ensku í námi eða vinnu (56% hafa skrif-
að, 59% talað), en einungis 18% af þeim elstu hafa skrifað ensku í námi
eða starfi og 33% hafa talað málið. Enskunotkun í frítíma er jafnari milli
kynslóða, þótt þeir yngstu (undir 30) skrifí og tali meiri ensku í frítíma
sínum en aðrir aldurshópar. Eldra fólkið virðist nota ensku aðallega til að
lesa bækur og greinar (62 % þeirra sem sögðust hafa notað ensku).
Marktækur munur er einnig milli aldurshópa varðandi svör við spurn-
ingunni hvort æskilegt væri að allir í heiminum hefðu ensku að móður-
máli. En nú vill svo til að ekki er línuleg samsvörun við aldurshópana.
Þeir yngstu og elstu eru síður neikvæðir gagnvart þessu en þeir sem eru
nær miðju í aldri (VI0). En þegar kemur að spurningunni um hvað
mönnum finnist um að enska sé vinnumál í íslenskum fyrirtækjum, þá
eru yngri hóparnir jákvæðari en þeir eldri (VI1).
Svo vikið sé að formræktarspurningunum, þá kemur fram greinilegur
munur aldurshópa þegar spurt er hvort menn telji að notuð séu of mörg
ensk orð í íslensku. 82% elsta aldurshópsins eru annaðhvort algjörlega
eða frekar sammála þeirri fullyrðingu að notuð séu of mörg ensk orð, en
einungis 52% af yngsta aldurshópnum hafa þessa skoðun (V12). Við-
brögðin við spurningunni um það hvort búa eigi til ný íslensk orð eru
svipuð. 85% af elsta hópnum eru nokkuð eða algjörlega sammála því að
búa eigi til ný íslensk orð, en 52% þeirra yngri svara á sama hátt (VI3).
Þegar spurt er um daglegt mál í útvarpi og sjónvarpi eru þeir elstu og
yngstu frjálslyndastir, þ.e. meira sammála því en hinar kynslóðirnar að
nota megi daglegt mál sitt í útvarpi (V14), og minnir þetta á svörin við
því hvort æskilegt væri að allir í heiminum hefðu ensku að móðurmáli.
En víkjum þá að orðanotkun. Þótt ljóst sé að orðin bodyguard og de-
sign séu mjög lítið notuð virðist þó vera eitthvert svigrúm fýrir kyn-
slóðamun hjá þátttakendum, því 8% þeirra yngstu nota heldur body-
guard, en enginn af þeim elstu, og á sama hátt nota 6% úr yngsta
aldurshópnum orðið design, en enginn þeirra elstu. (Hér er raunar ekki
hægt að meta marktækni vegna fæðar dæma.) En eins og vænta má er
mikill munur milli kynslóða hvað varðar notkun orðanna e-mail og
tölvupóstur. 70% af yngsta hópnum segjast nota e-mail, en 20,5% nota
orðið tölvupóstur (VI5).
Þetta virðist enn benda til þess að e-mail sé orð framtíðarinnar og