Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.12.2010, Page 180
KRISTJÁN ÁRNASON
þeir yrðu okkur ekki til skammar á erlendum vettvangi.29 Hugsanlegt er
að túlka viðhorf af þessu tagi sem svo að Islendingar eigi að vera dugleg-
ir í ensku, en er það þá að sama skapi orðið síður mikilvægt að kunna ís-
lensku og rækta hana?
Áhyggjur hafa vaknað í norrænum málsamfélögum yfír ægivaldi ensku.
Mönnum finnst að alheimsvæðingin ógni þessum tiltölulega fámennu
ríkjum. Samdar hafa verið skýrslur á vegum yfirvalda, sem taka eiga á
þessum vanda.30 En úr því að Svíar og Danir hafa áhyggjur er þá ekki enn
frekari ástæða fyrir Islendinga að hafa þær? Við sáum að einungis 25% Is-
lendinga höfðu ekki haft not fyrir ensku vikuna fyrir könnunina, en 50%
höfðu notað hana einu sinni á dag eða oftar. Og ef teknir eru þeir sem
höfðu notað ensku tvisvar eða oftar undanfarna viku, þá er það meira en
tveir þriðju allra Islendinga (67%). I Danmörku höfðu 44% (samanborið
við 2 5 % á Islandi) ekki þörf fyrir að nota ensku vikuna á undan, og 44%
(samanborið við 67% á Islandi) sem höfðu notað ensku tvisvar eða oftar.
A móti hverjum Islendingi eru 15,5 Norðmenn, 18 Danir eða Finnar
og 35 Svíar. „Smæð“ frænda okkar og ótti um stöðu tungumála sinna ætti
því að vera á talsvert öðrum skala en hjá okkur. Þegar Islendingar nota
meiri ensku en Danir og Svíar við bóklestur, stafar það vafalaust af því að
fleiri af þeim bókum sem Islendingar nútímans lesa eru á ensku heldur en
hjá hinum stærri þjóðum. Það er einfaldlega skrifað um fleiri svið á
sænsku og dönsku en á íslensku. Vistkerfi íslenskunnar er að því leyti við-
kvæmara en hinna málanna. En hinn kokhrausti „íslenski víkingur“ virð-
ist ekki óttast, ef dæma á eftir opinberum áhuga á málefnum tungunnar
eða umræðu í þjóðfélaginu.
5.2 Formþróun og orðaeinvígið mikla
Við höfum séð að samkeppni ríkir milli tveggja orða um það sem heitir
á ensku e-mail. Þar er annars vegar einhvers konar aðlögun enska orðs-
ins, hvernig svo sem ber að skrifa það, og hins vegar orðið tölvupóstur,
sem mælt er með í Tölvuorðasafni. Þegar litið er á hóp þeirra sem spurð-
ir voru, án tillits til mismunandi bakgrunnsbreytna, stendur leikurinn
29 Hanna Óladóttir, Pizza eðaflatbaka, bls. 84-87.
30 Sbr. t.d. skýrslu í desember 2003 frá danska menntamálaráðuneytinu til þjóðþings-
ins: Redegerelse af18/12 03 om det danske sprog. (Redegerelse nr. R 8). Kulturministeren
(Brian Mikkelsen), sem fannst á slóðinni http://www.ft.dk og skýrslu sænskrar nefnd-
ar sem vitnað er til í nmgr. 9.
178