Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.12.2010, Page 202
HOMI K. BHABHA
sem þjóðernishyggjan nýtir sér eru oft tilviljunarkenndar upp-
finningar sögunnar. Hvaða bútaræfill sem er hefði dugað til.
En það þýðir samt alls ekki að meginreglan sem þjóðernis-
hyggjan byggir á ... sé á nokkurn hátt óviss og tilviljunarkennd
í sjálfu sér.10 (skáletrun mín).
Óviss mörk hins nútímalega koma fram í þokukenndum skilum þjóð-
arrýmisins og tvíbentum einkennum tímalaganna. Tungumál menning-
arinnar og samfélagsins er statt á sprungum nútíðarinnar þar sem hefð-
bundið myndmál um fortíð þjóðarinnar verður til. Sagnfræðingar sem
einblína á upphaf og tilurð þjóðarinnar, og pólitískir kenningasmiðir sem
leggja alla áherslu á „nútíma“ heildir þjóðarinnar - „einsleitni, læsi og
nafnleysi eru lykileinkennin“n - setja aldrei fram grundvallarspurning-
una um hvernig eigi að lýsa þjóðinni sem ferli bundið samtíma.
En spurningar um þjóðina sem frásögn verða einmitt bara settar fram
í hinum rofna nútíma þjóðarinnar - þar sem þekking þjóðarinnar er föst
á milli pólitískrar skynsemi og blindgötu hennar, inn á milli slitra og búta
menningarlegrar merkingar og vissunnar sem fylgir þjóðernislegu upp-
eldi. Hvernig flétmm við frásögn þjóðarinnar sem verður að sigla á milli
markhyggju framfaranna sem síðan sporðreisist yfir í „tímalausa“ orð-
ræðu óskynseminnar? Hvernig ber að skilja þessa ‘einsleitni’ sem fylgir
því nútímalega - Fólkið sem, ef gengið er of langt, getur tekið á sig mynd
sem minnir mest á það frumstæða fýrirbæri: múg í einræðisríki? Mitt í
framförum og nútíma afhjúpar tungumál tvíbendninnar pólitík „án fram-
vindu“ eða eins og Althusser sagði eitt sinn á ögrandi hátt: „Rými án
staðar, tími án framvindu.“12 Ef við skrifum sögu þjóðarinnar þá krefst
það þess að við setjum í orð hina frumstæðu tvíbendni sem býr í tíma nú-
tímans. Við getum byrjað á því að draga í efa myndhverfinguna um fram-
farir og félagslega samheldni í nútímanum - um fjöldann sem eitt - en
henni deila fræðimenn sem aðhyllast heildarhyggjukenningar um menn-
ingu og samfélag, með fræðimönnum sem fjalla um kynferði, stéttir eða
kynþætti sem félagslegar heildir sem tjá sameiginlega reynslu hópsins.
Ur fjöldanum eitt\ hvergi hefur þessi grundvallarspeki hins pólitíska
þjóðfélags nútímaþjóðarinnar - sem lýsir sameiningu fólksins í rýminu -
10 E. Gellner, Nations and Nationalism, Oxford: Basil Blackwell, 1983, bls. 56.
11 Sami, bls. 38.
12 L. Althusser, Montesquieu, Rousseau, Marx, London: Verso, 1972, bls. 78.
200