Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.12.2010, Síða 217
TVISTRUN ÞJOÐARINNAR
nýtt innan þeirra tungumála, pólitískra eða bókmenntalegra, sem útnefna
fólkið „sem eitt“. Þau skora á okkur að velta fyrir okkur spurningunni um
samfélagið og samskipti án nokkurrar upphafningar. Hvernig getum við
skilið þær myndir sem þversagnir þjóðfélagsins geta tekið á sig?
Menningarsamsömun er því stödd á brún þess sem Kristeva kallar „tap
sjálfsrnyndar" eða sem Fanon lýsir sem djúpstæðri menningarlegri
„óákveðni“. Fólkið sem ávarpsform kemur í ljós upp úr hyldýpi fram-
sagnarinnar þar sem gerandinn klofnar, táknmyndin „dofnar“, og hið
viðtekna og gjörningurinn eru föst í átakasamri framsetningu. Það sem
er í húfí er tungumál samtengingar og samfélagsheildar. Ekki er heldur
hægt að sýna afdráttarlaust einsleitni menningarinnar eða lárétt rými
þjóðarinnar innan hins kunnuglega svæðis, almenna vettvangsins. Félags-
legt orsakasamband verður ekki skilið á fullnægjandi hátt sem sjálfgefin
eða fyrirfram ákveðin áhrif af „miðstýrðri“ miðju. Ekki er heldur hægt að
skipta rökhugsun pólitísks vals niður á milli andstæðra vettvanga einka-
lífs og opinbers lífs. Ekld er lengur hægt að vísa til frásagnarinnar um
samtengingu þjóðarinnar sem „samfélagslegs þéttleika,“40 eins og Ander-
son orðar það, sem skorðaður er af „endalausri röð fleirtölumynda“ -
sjúkrahúsum, fangelsum, afskekktum þorpum - þar sem félagslegt rými
er skýrt afmarkað af þessháttar endurteknum hlutum sem draga upp
mynd af náttúrugerðum sjóndeildarhring þjóðarinnar.
Slík fjölvísun í hinu þjóðlega tákni þar sem mismunurinn snýr aftur
sem hið sama, er véfengd af táknmyndinni sem „missir sjálfsmynd sína“
og er skráð í frásögn fólksins með tvíbentum „tvöföldum“ skrifum gjörn-
ingsins og viðtökunnar. Hreyfíng merkingarinnar á milli drottnandi
ímyndar fólksins og hreyfingarinnar á tákni þess truflar röð fleirtölu-
myndanna sem skapa samfélagslegan þéttleika í þjóðarfrásögninni. Við-
bótarhreyfing skrifanna mætir þjóðarheildinni og sker þvert á hana. Mis-
leit formgerð viðbótarinnar í skrifum, að hætti Derrida, fylgir fast á eftir
hinni spennuþrungnu, tvíbentu hreyfingu á milli viðtökunnar og gjörn-
ingsins sem mótar nálgunina við þjóðina í frásögninni. Viðbótin, sam-
kvæmt einni skilgreiningu, „safnar og hleður upp nærveru. A þann hátt
eru listin, techné, ímynd, framsetning, venjur, o.s.frv. viðbót við náttúruna
og eru fullar af safnandi virkni“41 (viðtakan). Tvímæli viðbótarinnar
bendir hins vegar til þess að:
40 Anderson, „Narrating the nation“, bls. 35.
41 J. Derrida, Oj Grammatology, G. C. Spivak þýð., Baltimore; Johns Hopkins Univer-
2I5