Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.12.2010, Page 220
HOMI K. BHABHA
sem hlaðið er innflytjendum frá gömlu nýlendunum, þeir eru í því að stíga
af skipinu, ævinlega í því að koma í ljós - eins og í draumkenndri atburða-
rás fjölskyldusögunnar hjá Freud - inn í landið þar sem göturnar eru gulli
lagðar. Þessu fylgir önnur ímynd af margbreytileika og krafti fólksins sem
er að koma í ljós, í skoti af rastafaría með snúna lokka sem ryður sér leið í
gegnum sveit lögreglumanna í uppreisninni. Þetta er minning sem leiftrar
stöðugt í kvikmyndinni: hættuleg endurtekning í nútíð kvikmyndaramm-
ans, mannlegt líf sem vegur salt á brúninni og yfirfærir það sem mun koma
og það sem kom á undan inn í skrif sögunnar. Hlustum á endurtekninguna
á tíma og rými fólksins sem ég hef verið að reyna að skapa:
Með tíð og tíma krefjumst við hins ómögulega til þess að ná því
mögulega úr höndum þess, með tíð og tíma gera strætin tilkall
til mín án afsökunar, með tíð og tíma mun ég með réttu segja
að það séu ekki til neinar sögur ... í uppreisninni eru aðeins
svipir annarra sagna.
Menningarmismunur og táknræn krafa hans býr til sögu í miðri upp-
reisninni. Upp úr þránni eftir því mögulega í hinu ómögulega, í sögu-
legri nútíð uppreisnarinnar, kemur í ljós draugaleg endurtekning annarra
frásagna, ffásagnir um aðrar uppreisnir litaðs fólks: í Broadwater Farm, í
Southall, í St Paul’s, í Bristol, í draugalegri endurtekningu svörtu kon-
unnar frá Lozells stræti í Handsworth sem sér framtíðina í fortíðinni.
Það eru engar sögur í uppreisninni, aðeins svipir annarra sagna, sagði
hún við blaðamann. „Þú getur séð Enoch Powell árið 1969, Michael X
árið 1965.“ Og úr uppsafnaðri endurtekningunni smíðar hún sögu.
Hlustum á aðra konu úr myndinni sem talar annað sögulegt tungumál.
Upp úr fornri veröld myndhverfingarinnar sem er fönguð í hreyfingu
fólksins, þýðir hún tíma breytinganna inn í flóð og fjöru óhamins takts-
ins í tungumálinu, tíma augnabliksins sem hleðst upp, ber vængjunum á
móti láréttum sjóndeildarhring, og síðan flæði vatns og orða:
Ég sný bakinu í hafið og geng til móts við sjóndeildarhringinn
banda hafínu burt og það snýr aftur
stíg og renn til
skríð eftir slóð ferðar minnar
þegar ég rís upp fyllir hafíð beinin
218