Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.12.2010, Page 225
TVISTRUN ÞjOÐARINNAR
lögðu, eina lögmæta viðmiðunin, sú eina sem alltaf verður að
snúa aftur til.51
Dreifist viljinn til að vera þjóð um sama tímalag og viljinn á bak við dag-
Dga atkvæðagreiðslu? Getur verið að atkvæðagreiðslan sem sífellt er
endurtekin, geri að verkum að innræting viljans um að skapa heild sé af-
miðjuð. Viljinn sem Renan talar um er sjálfur staður undarlegrar
gleymsku á sögu fortíðar þjóðarinnar: ofbeldinu sem fylgir því að festa í
sessi tilskipanir og stefnu þjóðarinnar. Það er þessi gleymska - merking
mínusins í upphafínu - sem markar upphaf frásagnar þjóðarinnar. Setn-
ingarfræðileg og retórísk skipan þessarar röksemdafærslu útskýrir meira
heldur en nokkur hrein og bein söguleg, eða hugmyndafræðileg túlkun.
Hlustum á hversu margslungið form gleymskan tekur á sig, augnablikið
þegar þjóðarviljinn er tjáður: „eigi að síður verður hver franskur borgari
að hafa gleymt [er skyldugur til aðgleyma\ blóðbaðinu á degi heilags Bart-
ólómeusar eða íjöldamorðunum í Midi á þrettándu öld“.52
I þessari samhæfíngu gleymskunnar - eða því að vera skyldugur til að
gleyma - verður ljóst hversu erfítt það er að skilgreina eða auðkenna
fólkið sem tilheyrir þjóðinni. Gerandi þjóðernisins verður til þar sem
dagleg atkvæðagreiðsla fer fram, þar sem óskiptur fjöldinn dreifíst um
breiða frásögn viljans. Samt sem áður sker „skyldan til að gleyma“ eða
það að gleyma að muna, þvert á jafngildi viljans og atkvæðagreiðslunnar,
á eigindir hlutans og heildarinnar og eigindir fortíðar og nútíðar. Forstig
þjóðarinnar sem gefíð er til kynna í viljanum til að gleyma, breytir alger-
lega skilningi okkar á fortíðarleika fortíðarinnar, og þeirri samstunda nú-
tíð sem fylgir viljanum til að verða sem þjóð. Við erum stödd í röklegu
rými sem er áþekkt augnabliki einrómunar í umfjöllun Andersons þegar
hinn einsleiti, holi tími sem býr í „millitíð" þjóðarinnar, er skorinn þvers-
um af því sem er til samtímis, á draugalegan hátt í tímalagi tvöföldunar-
innar. Að vera skyldugur til að gleyma er eldd spurning um sögulegt
minni þegar verið er að byggja upp nútíð þjóðarinnar. Það er uppbygg-
ing orðræðu um þjóðfélagið sem framkvæmir það vandasama verkefni að
gera fólkið að einni heild og sameina þjóðarviljann. Þessi undarlegi tími,
11 E. Renan, „What is a nation?“, í H. K. Bhabha ritstj., Nation and Narration, Lond-
on og New York: Routledge, 1990, bls. 19.
52 Sami, bls. 11.
223