Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.12.2010, Page 226
HOMIK. BHABHA
að gleyma að muna, er staður „samsömunar að hluta til“, sem er skráð í
daglegu atkvæðagreiðslunni, en hún stendur fyrir framsetningu á orð-
ræðu fólksins. Það sem fær Renan bæði til að snúa sér aftur að viljanum
til þjóðar, í anda hins viðtekna og spyrnir á móti því, eru tölurnar sem
eru í umferð í atkvæðagreiðslunni. Þessi upplausn á eigindum viljans er
annað dæmi um viðbótarfrásögn um eðli þjóðarinnar sem „bætir við“ án
þess að hún „gangi upp“. Eg minni á umfjöllun Leforts, sem túlka má á
ýmsan hátt, um hugmyndafræðileg áhrif baráttunnar fyrir kosningarétti
á nítjándu öld, þar sem hættan sem fylgdi tölunum var talin jafn ógnvekj-
andi og lýðurinn sjálfur. „Hugmyndin um töluna sem slíka er andstæð
hugmyndinni um þéttleika eða kjarna þjóðfélagsins. Talan brýtur niður
eininguna, eyðileggur eigindina."53 Það er endurtekning þjóðartáknsins
sem röð af tölum fremur en samstundun, sem afhjúpar það undarlega
tímalag afneitunar sem er undirskipað/innbyggt? í minni þjóðarinnar. Að
vera skyldugur til að gleyma verður grunnurinn að því að muna þjóðina,
byggja hana að nýju, ímynda sér möguleikann á öðrum átakasömum og
frelsandi leiðum til að fínna menningarlega samsömun.
Anderson tekst ekki að fínna framandgerandi tíma tilviljunarkennda
táknsins stað í hinu ímyndaða samfélagi sínu sem fengið hefur náttúru-
gert, þjóðlegt rými. Þótt hann fái hugmynd sína um einsleitan, holan
tíma í þjóðarfrásögn nútímans frá Walter Benjamin, þá sést honum yfír
hina djúprættu tvíbendni sem Benjamin staðsetur innst í framsetningu
nútímafrásagnarinnar. Hér, þar sem viðtekin sannindi lífsins og viljans
draga í efa margbrotna sögu hins lifandi fólks, sjálfsbjargarmenningu
þess og mótspyrnu, bendir Benjamin á ósamstunda, ósammælanlega
sprungu í miðju frásagnarinnar. Upp úr þessum klofningi tjáningarinnar,
frá rithöfundinum sem kemur fram um síðir og lætur ekki blekkjast,
kemur í ljós tvíbendnin í frásögn nútímaþjóðfélagsins, sem endurtekur,
ráðalaus og óhuggandi, í miðjum allsnægtunum:
Rithöfundurinn hefur einangrað sig. Fæðingarstaður skáldsög-
unnar er einstaklingurinn einsamall, sem getur ekki lengur tjáð
sig með því að gefa dæmi um það sem skiptir hann mestu máli,
fær engin ráð og getur ekki ráðlagt öðrum. Að skrifa skáldsögu
þýðir að fara með hið ósammælanlega út á ystu nöf við að birta
mannlegt líf. Mitt í fullnustu tilverunnar, og í framsetningu á
53 Lefort, Political Forms, bls. 303.
224