Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.12.2010, Page 227
TVÍSTRUN ÞJ ÓÐARINNAR
þessari fallnustu, ber skáldsagan vitni um djúpstæðan marg-
breytileika lífsins.54
I þessum ósammælanleika mitt í daglegu lífi segir þjóðin sína ósamfelldu
sögu. A jaðri nútímans, á óyfirstíganlegum ystu mörkum frásagnarinnar,
tnætum við spurningunni um menningarmismun sem ber vitni um marg-
breytileika þess að lifa og skrifa þjóðina.
Menningarlegur mismunur
Ekki má skilja menningarlegan mismun sem frjálsan leik andstæðra póla
°g fjölvísunar í einsleitum, holum tíma þjóðarsamfélagins. Sá núningur
merkingar og gilda sem verður í túlkunarferli menningarinnar, eru áhrif
þess margbrotna lífs á skilum í þjóðarrýminu, sem ég hef reynt að kanna.
Ef litið er á menningarmismun sem ákveðið form íhlutunar, þá fylgir
hann rökum viðbótarinnar og niðurrifs hennar, sem skyld eru orðræðu-
aðferðum minnihlutans. Spurningin um menningarmismun veltir upp
skipan þekkingar eða dreifingu aðferða sem til eru hlið við hlið, abseits,
og vísa á tegund af félagslegri mótsögn eða andstöðu sem þarf að kom-
ast að samkomulagi um fremur en að fjarlægja. Það þarf að tjá mismun-
inn á 'milli brotakenndra staða og framsetninga á félagslegu lífi, án þess
að stíga yfír ósamlíkjanlegar merkingar og úrskurði sem verða til í samn-
ingaumleitunum á milli menninga.
Hér kemur til skjalanna sundurgreining menningarmismunarins sem
umbreytir því hvernig tjáningin er sett upp - ekki aðeins til að afhjúpa
réttlætingu á pólitískri mismunun. Hún breytir stöðu framsagnarinnar
og ávarpstengslum innan hennar, hún breytir ekki aðeins því sem er sagt
heldur hvar það er sagt; ekki aðeins rökum orðalagsins heldur topos fram-
setningarinnar. Markmið menningarmismunar er að orða á ný heildar-
þekldnguna frá sjónarhóli merkingargefandi stöðu minnihlutans sem
streitist á móti því að verða hluti af heildinni - endurtekningin sem mun
ekki snúa aftur sem hið sama, mínusinn í upphafínu sem leiðir af sér póli-
tískar aðferðir og orðræðuaðferðir þar sem það að bæta við gengur ekld
upp heldur truflar útreikninga valdsins og þekkingarinnar, og skapar
önnur rými fyrir merkingu hinna þrúguðu. Sjálfið í orðræðu menningar-
’4 W. Benjamin, „The Storyteller“, í llluminatims, H. Zohn þýð., London: Cape,
1970, bls. 87.
225