Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.12.2010, Side 229
TVISTRUN ÞJOÐARINNAR
menningarlegri þekkingu sem liggur meðfram eða fylgir með en er ekki
endilega safn heildstæðrar þekkingar eða þekking bundin markhyggju
eða díalektík. „Mismunur“ menningarlegrar þekkingar sem „bætir við“
en „gengur ekki upp“ setur sig á móti því að þekkingin sé alhæfð með
óbeinum hætti og reynslan jöfnuð út með óbeinum hætti, en það telur
Claude Lefort vera helstu aðferðir lokunar og taumhalds í borgaralegri
hugmyndafræði nútímans.
Þverfagleiki er viðurkenning á því að menningarmismunurinn er að
koma í ljós í tvíbentri hreyfmgu á milli viðtökunnar og ávarps gjörnings-
ms. Hann er aldrei einfaldlega friðsamleg viðbót inntaks eða samhengis
til að styrkja í sessi þann fyrirframgefna faglega og táknræna veruleika sem
er til staðar. Blandaðir merkingarstaðir opna glufu í tungumáli menning-
arinnar í eirðarlausri þörf fyrir menningarlega þýðingu, sem þýðir að lík-
ing symbólsins, sem setur mark sitt á alla menningarstaði, felur ekki þá
staðreynd að endurtekning táknsins er bæði ólík og aðgreinandi í hverri
félagslegri athöfn. Þessi brotakenndi leikur symbóls og tákns gerir þver-
fagleikann að dæmi um það augnablik á mörkunum í þýðingum sem
Walter Benjamin lýsir sem „framandleika tungumálanna“.56 „Framand-
leiki“ tungumálsins er kjarni óþýðanleikans sem er meira en færsla á efni
tnilli menningarlegra texta eða venja. Færsla á merkingu getur aldrei ver-
ið alger á milli merkingarkerfa eða innan þeirra, því „mál þýðingarinnar
umlykur inntak sitt eins og konungskápa með víðum fellingum .............
[það] er táknmynd sér æðra máls og verður þar af leiðandi alltaf ófullnægj-
andi, þvingað og framandi gagnvart sínu eigin inntaki.“5/
Of oft er skriði merkingarinnar haldið á lofti þegar mismunurinn er
orðaður, á kostnað þessa óþægilega ferlis þegar táknmyndin yfirbugar inn-
takið. Utþurrkun inntaksins í ósýnilegri en þrásetinni formgerð mállegs
mismunar leiðir okkur ekki að almennri, formlegri viðurkenningu á hlut-
verki táknsins. Kápa tungumálsins, sem fellur ekki þétt að, gerir inntakið
framandi í þeim skilningi að hún sviptir það milliliðalausum aðgangi að
stöðugu eða heildrænu merkingarmiði „fyrir utan“ sjálft sig. Það felur í sér
56 W. Benjamin, „The Task of the Translator", Illuminations, H. Zohn þýð., London:
Cape, 1970, bls. 75. Hér ervitnað í þýðingujónu Dóru Oskarsdóttur á greinjacqu-
es Derrida, „Um turna Babel“ en þar fjallar hann uin ritgerð Benjamins og vitnar í
hana. Sjá Ritið 3/2004, bls. 206.
57 Sama. Mjög gagnlegt yfirlit um þetta efni má finna hjá Tejaswini Niranjana, History,
Post-Structuralism and the Colonial Context: Siting Translation, Berkeley: California
University Press, 1992.
227