Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.12.2010, Síða 234
HOMIK. BHAJ3HA
rýmið fyrir andstæða stöðu minnihlutans. Mitt í fullnustu tilverunnar og
með því að setja fram þennan algerleika, færir skáldsagan okkur sönnun
fyrir djúpstæðum margbreytileika lífsins.
Rósa Diamond sem hefur skyggnigáfu og lætur huggast af endurtekn-
ingu í hárri elli sinni, er fulltrúi fyrir hið enska Heim eða ættjörðina.
Skrúðganga níuhundruð ára sögu fer í gegnum veikbyggðan, hálfgagn-
sæjan líkama hennar og er þar skráð í undarlegum klofningi í tungumáli
hennar, „útslitnar tuggurnar, óafgreitt mál, útsýni úr stúkusæti, fengu hana
til að finnast hún vera traust, óumbreytanleg, ævarandi, í stað þeirrar
sprungnu og götóttu manneskju sem hún vissi að hún var“.63 Rósa er
samansett úr útslitnum viðteknum sögum og ættartölum um einingu
þjóðarinnar - akkerið í lífí hennar er sýn hennar af orrustunni við Hast-
ings - og á sama tíma brotin og samantjösluð í ósamlíkjanlegum marg-
breytileikanum sem býr í lífi þjóðarinnar. Það er í græna og fallega garð-
inum hennar sem Gibreel Farishta lendir þegar hann fellur niður úr
maga Boeing flugvélarinnar yfír vatnsósa Suður-Englandi.
Gil^reel klæðir sig upp í föt af látnum eiginmanni Rósu, Sir Henry Di-
amond, fyrrverandi nýlenduherra, og með eftirlendustælingu sinni eykur
hann á klofninginn milli ímyndarinnar af órofa sögu þjóðarinnar og
„sprungnu og götóttu“ manneskjunni sem hún vissi að hún var. Það sem
kemur í ljós á einu plani, er skemmtisaga um duldar ástir og hórdóm í
Argentínu, ástríður á gresjunni með Martin de la Cruz. Það sem skiptir
meira máli og skapar spennu við hið exótíska, er fæðing blendingsfrásagn-
ar þjóðarinnar þar sem nostalgísk fortíð verður að „forstigi“ sem sundrar
og færir úr stað hina sögulegu nútíð - opnar hana fyrir öðrum sögum og
ósamlíkjanlegum viðfangsefnum frásagnarinnar. Skurðurinn eða klofn-
ingurinn í framsetningunni kemur í Ijós í tímalagi sem ítrekar og endur-
skráir persónu Rósu Diamond í nýrri og skelfilegri manngervingu. Gi-
breel, farandblendingurinn í gervi Sir Henrys Diamond, hermir eftir
hugmyndafræði nýlendunnar sem byggir á samverkandi þáttum þjóðern-
is og feðraveldis, og sviptir þar með þessar frásagnir valdi heimsveldisins.
Augnaráð Gibreels sem horfír á móti, þurrkar út samstunda sögu Eng-
lands, inngrónar minningar um Vilhjálm sigurvegara og orrustuna við
Hastings. I miðri frásögn um reglufastar heimilisvenjur þeirra Sir Henrys
- sjerrí alltaf klukkan sex - nær annar tími og önnur frásagnarminning
63
Sami, bls. 130 (Söngvar Satans, bls. 132).