Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.12.2010, Síða 236
HOMIK. BHABHA
ar, og horfði stjörfum augum fram á ömurlega framtíð11.65 Úr afmiðjaðri
frásögn Rósu Diamond „án þess að vera með neitt einusinnivar“ verður
Gibreel - hversu geðveikislegt sem það er - lögmálið um hefnd endur-
tekningarinnar:
Þessir máttlausu Englendingar! - Voru þeir ekki dauðhræddir
um að saga þeirra gengi aftur og færi að ofsækja þá? - „Hinn
innfæddi er kúgaður einstaklingur sem dreymir stöðugt um það
að verða harðstjóri“ (Fanon) ... Hann skyldi gera þetta að nýju
landi. Hann var Erkiengillinn, Gibreel. - Og ég er kominn afiur.66
Ef frásögn Rósu segir okkur að minning þjóðarinnar sé ætíð staður blend-
ingssagna og frásagna sem færst hafa úr stað, þá kennir Gibreel, farand-
maðurinn sem kemur fram hefndum, okkur að tvíbendnin sé falin í menn-
ingarmismun. Það er tjáningin í gegnum. ósamlíkjanleikann sem mótar
allar frásagnir um samsömun og allar menningarlegar þýðingarathafnir.
Það hvarflaði að honum núna að hann væri að eilífu bundinn
andstæðingnum, þeir héldu hvor utan um annan, munn við
munn, höfuð við rass ... Það er nóg komið af þessari tvíræðni
sem England fæddi af sér, þessu biblíu-sataníska rugli ... Kór-
an 18:50, þarna stóð það skýrum stöfum ... Miklu nytsamlegri,
jarðbundnari, skiljanlegri ... Iblis/Shaitan sem stóð fyrir
myrkrið, Gibreel fyrir ljósið ... O viðsjárverðust, djöfullegust
borga ... Tja, vandinn við Englendinga var, var - I einu orði
sagt, tilkynnti Gibreel alvarlegur í bragði, þetta náttúrulegasta
merki um mismunandi menningu ... Vandinn við Englendinga
var ... í einu orði sagt ... veðrið hjáþeim.61
Veðrið á Englandi
Að Ijúka þessu á veðrinu á Englandi er að draga fram, í sjónhendingu,
það tákn þjóðlegs mismunar sem er hvað breytilegast og sínálægast. Það
kallar fram minningar um hina „djúpu“ þjóð, mótaðar í hvítan kalkstein;
vatteraðar ábreiður, vindasamar heiðar, friðsæla bæi með kirkjuturnum
65 Sami, bls. 320 (Söngvar Satans, bls. 311).
66 Sami, bls. 353 (Söngvar Satans, bls. 341).
67 Sami, bls. 3 54. Eg hef breytt þessum texta dálítið til að fella hann betur að samheng-
inu í málsgrein minni. (Söngvar Satans, bls. 342-3).
2 34