Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.12.2010, Page 241
BLAIR MENN OG EYKONANISLAND
kynþætti tengdu saman líffræði og félagsvísindi með útskýringum á ólíkri
getu kynþátta, hagfræðingar undirstrikuðu vanhæfni framleiðslukerfa
samfélaga Afríku og embættismenn í nýlendunum lögðu áherslu á van-
hæfni fólksins til að stjórna sér sjálft. Eins og Ngugi wa Thiong’o hefur
undirstrikað í bók sinni Decolonizing the Mind: The Politics ofLangnage in
African Literature7 voru ekki eingöngu landsvæði og framleiðslukerfi
brotin undir yfirráð Evrópubúa heldur innsti kjarni sjálfsmyndar Afríku-
búa í gegnum nýlendukerfi sem náði til minnstu smáatriða í lífi fólks.
Slík orðræða var byggð inn í stofnanir samfélagsins og samofin daglegu
lífi fólks, rétt eins og orðræða kynferðis á Vesturlöndum.
Hugtakaparið „við“ og „hinir“ hefur á síðustu áratugum verið mikið
notað til þess að endurspegla þau margræðu ferli sem sögulega hafa ver-
ið notuð til þess að afmarka ákveðna hópa fólks og stuðluðu að því að
gera þá framandi í augum Vesturlandabúa.8 Mary Louise Pratt9 bendir á
að ferðasögur hafi verið mikilvægar í sköpun samkenndar Evrópubúa á
tímum landafunda- og nýlendutímans því í gegnum þær gátu Evrópubú-
ar ímyndað sér sig í samhengi við fólk annars staðar í heiminum sem þeir
höfðu aldrei séð og höfðu engin tök á að hitta. Hugmyndir Pratt má setja
í samhengi við hugmyndir annarra svokallaðra póst-strúktúralista sem
leggja áherslu á að sjálfíð mótist út frá viðmiðun við aðra.10 Eg legg
áherslu á í nálgun ininni að afmörkunin í „okkur“ og „hina“ sé afstæð og
háð sögulegum breytingum og merkingarlegu samhengi, því eins og
Stoler hefur bent á í skrifum sínum var tvískiptingin nýlenduherra -
nýlenduþý samofin kynjafræðilegum og stéttarlegum afmörkunum.11
Mismunun og ofsóknir gegn félagslega skilgreindum hópum hafa því
verið byggðar á margs konar flokkun sem skarast við kynjafræðilegar
breytur.12 Ann McClintock hefur vakið athygli á að það veki í raun furðu
hversu fræðimenn hafa lítið skeytt um að skoða heimsvaldastefnu sem
7 Ngugi wa Thiong’o, Decolonizing the Mind: The Politics of Language in Afi'ican Liter-
ature, Oxford: James Currey, 1981 (1958).
8 Sjá til dæmis Edward W. Said, Orientalism., New York: Vintage Books, 1978.
9 Mary Louise Pratt, Imperial Eyes: Travel Writing and Transculturation, London og
New York: Routledge, 1992.
10 H. L. Moore, A Passionfor Dijference: Essays in Anthropology and Gender, Blooming-
ton: Indiana University Press, 1994.
11 Stoler, Race and the Education ofDesire.
12 Sjá umfjöllun í Ann McClintock, Imperial Leather: Race, Gender, and Sexuality in the
Colonial Contest, New York: Routledge, bls. 52.