Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.12.2010, Qupperneq 242
KRISTIN LOFTSDOTTIR
kynjað fyrirbæri því hugmyndir Evrópubúa um framfarir og siðbetrun
voru samþættar kynjuðum hugmyndum um eðli og hlutverk ólíkra ein-
staklinga.13 Evrópskir karlar voru í meirihluta þeirra sem ruddu brautina
íyrir nýlendustefnuna, þeir áttu, stjórnuðu og skipulögðu nýlendurnar.
Margar evrópskar konur nutu auðvitað einnig ríkulega ávaxta nýlendu-
stefnunnar og höfðu margvísleg óbein áhrif, ásamt því að fá hlutverk sem
formæður nýrra byggða hvítra landnema á framandi slóðum. Koma
evrópskra kvenna í nýlendur Evrópubúa hafði rík áhrif á tengsl evrópskra
karla við heimafólk. Jafnframt fengu innfæddar konur margþætt hlutverk
sem hjákonur, vinnukonur, framleiðendur og síðast en ekki síst uppal-
endur nýs vinnuafls sem átti að skapa auð fyrir nýlenduveldin.
Rannsóknir fræðimanna á íslensku þjóðerni og íslenskri sjálfsmynd
henni tengdri hafa verið frjóar á síðustu árum og lagt megináherslu á
áhrif erlendra hugmyndastefna og sögulega tilurð þjóðarinnar, en minna
skoðað mótun íslensks þjóðernis í samhengi við sýn Islendinga á aðra
hópa. Viðhorfa í þessum anda gætir þó til dæmis í rannsóknum Sverris
Jakobssonar á sjálfsmynd íslenskra miðaldamanna, sem hann tengir með-
al annars hugmyndum um útlendinga á Islandi14 og viðhorfí Islendinga
til svokallaðra skrælingja.15 Imyndir Afríku hafa augljóslega ekki verið
meginþáttur í mótun íslenskrar sjálfsmyndar og þjóðerniskenndar. Þær
geta þó verið framlag til aukins skilnings á ólíkum birtingarmyndum
ímynda og sjálfs, auk þess að vera áhugaverðar í sjálfum sér. Hér legg ég
13 Sama rit.
14 Sverrir Jakobsson, „Utlendingar á Islandi á miðöldum,“ Andvari. Nýr flokkur 43,
2001, bls. 36-51.
15 Sverrir Jakobsson, „Black men and malignant-looking. The place of the indigenous
peoples of North America in the Icelandic world view,“ Approaches to Vínland: A Con-
ference on the Writtcn and Archaeological Sources for the Norse Settlements in the North
Atlantic Region and Explorations of America, 1999, Reykjavík: Stofnun Sigurðar
Nordal, 2001. Sjá einnig rannsóknir Armanns Jakobssonar á sjálfsmynd Islendinga á
miðöldum: Armann Jakobsson, „Konungurinn og ég: Sjálfsmynd Islendinga ffá 13.
öld,“ Þjóðemi í þúsund ár?, ritstj. Jón Yngvi Jóhannsson, Kolbeinn O. Proppé og
Sverrir Jakobsson, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2003; Inga Sigurðssonar, „Viðhorf Is-
lendinga til Skotlands og Skota á 19. og 20. öld,“ Saga: tímarit Sögufe'lags, 78, 1980,
bls. 115-178, Kristjáns Sveinssonar, „Viðhorf íslendinga til Grænlands á 18., 19. og
20. öld,“ Saga: tímarit. Sögufélags, 1994, bls. 159-210; Sumarliða R. Isleifssonar, Is-
land: Framandi land, Reykjavík: Mál og menning, 1996; „Erlend myndlist og breytt
viðhorf til íslenskrar náttúru á 19. og 20. öld,“ lslenska söguþingið: Island og umheim-
urinn, ritstj. Guðmundur J. Guðmundsson og Eiríkur K. Björnsson, Reykjavík: Sagn-
fræðistofnun Háskóla íslands, 1997, bls. 180-188.
240