Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.12.2010, Page 243
BLAIR MENN OG EYKONANISLAND
áherslu á að skoða þessar ímyndir sem leið fyrir íslenska karlmenn tíl að
samsama sig við aðra evrópska karlmenn sem andhverfu við Afríku.
Þrátt fyrir að umfjöllun mín hér snúi ekki beint að þjóðernishyggju
sem slíkri, hefur mér þótt gagnlegt að styðjast við umfjöllun fræðimanna
um þjóðernishyggju og þá sérstaklega gagnrýni femínista á fyrri nálgan-
ir.16 Þar byggi ég meðal annars á innsýn Sigríðar Matthíasdóttur á hina
karllægu þætti í íslensku þjóðerni. Sigríður bendir á að hið íslenska sjálf
á tímum þjóðernisvakningar í upphafi 20. aldar er „karlmannlegt sjálf“
og einkennist af þáttum sem hafa verið eignaðir karlmönnum, svo sem
skynsemi og rökvísi.17 Eg afmarka greininguna á textunum við ímyndir
afrískra kvenna í nokkrum ferðasögum og ímyndir evrópsltra karla og
kvenna í tengslum við umfjöllun um Afríku eins og hún birtist í tveimur
heftum Skímis. Eins og mun koma í ljós eru evrópskar konur að mestu
ósýnilegar í þeim textum sem eru skoðaðir náið en telja má að það end-
urspegli hlutverk Afríku sem rými karla og karlmennsku fyrir Evrópu-
búa. Fyrst verður gefíð stutt yfirlit yfír gagnrýni femínista á kynjaða
slagsíðu í umfjöllun fræðimanna um þjóðernishyggju. Sú gagnrýni dreg-
ur athygli að mikilvægi þess að skoða orðræður um „sjálf* og „aðra“ sem
kynjaðar birtingarmyndir, og athuga jafnframt hvernig slíkar orðræður
endurspegla ólíka mótun sjálfsverunnar í gegnum þjóðernishyggju. Þá
verður hugað að almennum atriðum hvað varðar ímyndir Afríku á 19.
öld og bent á nokkuð einhliða áherslu rita á þessum tíma á framandleika
og dökkan litarhátt fólks í Afrílcu. Eg legg þó áherslu á að slík orðræða
var aldrei fullkomlega einróma heldur fengu mismunandi þjóðernishóp-
ar oft ólík hlutverk og einkenni innan hennar. Síðan mun ég greina kynj-
aðar birtingarmyndir afrískra kvenna og evrópskra karla í nokkrum ís-
lenskum textum og tengingu ímynda þeirra síðarnefndu við vaxandi
þjóðernishyggju í Evrópu. Næstum allir textarnir eru skrifaðir af karl-
mönnum en það endurspeglar stöðu kvenna og karla á Islandi á 19. öld.
Eg legg áherslu á þetta kynjaða eðli textanna og hvernig úr því megi lesa
viðhorf ákveðins hluta samfélagsins.
16 M. L. Pratt, „Wornen, Literature and National Brotherhood,“ Women, Culture, and
Politics in Latin America: Seminar on Feminism and Culture in Latin America, ritstj.
Emilie Bergmann o.fl., Berkeley: University of California Press, 1990, bls. 48-73;
Nira Yuval-Davis, Gender and Nation, London: Sage Publications, 1997.
17 Sigríður Matthíasdóttir, „Þjóðerni og karlmennska á íslandi við upphaf 20. aldar,“
Þjóðemi íþúsund dr?, bls. 121.
241