Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.12.2010, Page 244
KRISTIN LOFTSDOTTIR
Kyn og þjóðernishyggja
Femínískir fræðimenn hafa gagnrýnt hversu kenningar sem fjalla um
þjóðernishyggju hafa sniðgengið mikilvægi kyns. Mary Louise Pratt
bendir á að í bók Benedicts Anderson Imagined Cmnmunitiesx8 sé komið
inn á þætti sem snúa að etnískum uppruna, litarhætti og stétt en litið
fram hjá kyni.19 Pratt dregur athygli að karllægri slagsíðu í orðalagi And-
ersons þegar hann lýsir grunnhugmynd sinni um ímynduð samfélög.
Hann talar um comradeship og fratemity20 sem mikilvæga þætti í þeirri
samkennd sem einkennir þjóðernishyggju, en bæði þessi hugtök endur-
spegla þjóðina sem samfélag karla. Eins og Joanne P. Sharp, sem einnig
hefur gagnrýnt kynjaslagsíðu Andersons, orðar það, þá gerir hugmynd
hans um ímyndað samfélag ráð fyrir ímynduðum borgurum af ákveðnu
kyni.21 Pratt minnir jafnframt á áherslu Andersons á mikilvægi nútíma
prenttækni fyrir tilkomu þjóðernishyggju og bendir á í því samhengi að
það sé sérstaklega áhugavert að á 18. og 19. öld hafí margar konur getað
sótt sér óformleg völd í gegnum slíka miðla.22
Nira Yuval-Davis minnir hins vegar á að fræðimenn eins og Ernest
Gellner og Anthony Smith hafi fjallað ýtarlega um hlutverk mennta-
manna við að „uppgötva“ þjóðina; endurskrifa og túlka sögu hennar út
frá gullinni öld fortíðar sem oft er grunnur að vitund þjóðernishyggj-
unnar. Yuval-Davis gagnrýnir að í slíkum hugmyndum skuli hvergi
koma fram þáttur kvenna sem uppalenda þjóðarinnar, táknrænt og
menningarlegt hlutverk þeirra og hlutverk líkama kvenna í að skapa
þegna þjóðarinnar í líffræðilegu tilliti. Astæður þess að fræðimenn
virðast „gleyma“ konum í þessu samhengi telur Yuval-Davis geta legið
í því að konur hafa samkvæmt hefðinni verið tengdar við innra svið
samfélagsins (e. private) á meðan karlar eru tengdir við ytra sviðið (e.
public)23 í vestrænni hugsun og kenningum. Þjóðernishyggja og þjóðin
18 Benedict Anderson, Imagined Communities: Reflections on the Origin and Spread of
Nationalism., London; New York: Verso, 1983.
19 Pratt, „Women, Literature and National Brotherhood," bls. 48-73.
20 Hugtakið comrade hefur verið þýtt á íslensku sem flokksbróðir eða félagi og frater-
nity sem bræðralag.
21 Joanne P. Sharp, „Gendered Nationhood: A feminist engagement with national id-
entity,“ Body Space: Destabilizing Geographies of Gender and Sexuality, ritstj. N.
Duncan, London og New York: Routledge, 1996, bls. 99.
22 Pratt, „Women, Literature and National Brotherhood," bls. 50.
23 Hugtökin hafa einnig verið þýdd á íslensku sem einkasvið og opinbert svið.
242