Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.12.2010, Síða 250
KRISTIN LOFTSDOTTIR
ernishópa fólu oft einnig í sér eðlishyggju og voru iðulega að einhverju
marki samofnar hugmyndum um flokkun í ákveðinn kynþátt. Engu að
síður er þessi breyting áhugaverð, sérstaklega með tilliti til þess að þjóð-
ernishugmyndir áttu vaxandi vinsældum að fagna í Evrópu. Skilgreining
fólks í Afríku í auknum mæli út frá húðlit, má ætla að undirstriki enn
frekar einsleitni þeirra í hugum Evrópubúa á þessum tíma.50
Athyglisvert er að í sumum af eldri ritunum birtast nöfn tveggja þjóð-
ernishópa eins og hóparnir sjálfír skilgreina sig í dag. I Almennri Land-
skipunarfrœði segja Gunnlaugur Oddsson og Grímur Jóhannsson að Hot-
tentottar kalli sig Kú-kúp (Khu-khup) sem gæti verið afbökun á
Khoikhoi. I Skími árið 1861 er hugtakið Fulbe (og Fellata) notað en það
hugtak nota Fulbe yfír sig sjálfa.51 Hér má einnig benda á að textar Skím-
is og Islenzkra Sagnablaða ganga almennt út frá „manni“ sem viðmiðinu,
eins og íslensk tunga gerir í raun ráð fyrir. Sjaldan er minnst á karlmenn
eða kvenmenn sérstaklega sem enn frekar stuðlar að því að svipta fólk í
Afríku einstaklings- og persónueðli sínu.
Eins og ég hef bent á annars staðar52 var kerfisbundin kynþáttaflokk-
un augljóslega ekki mikilvæg í Skt'mi og Islenzku Sagnablöðunum sem
höfðu fyrst og fremst hlutverk sem fréttablöð samtímaatburða, en þó er
augljóst að umfjöllun þessara tímarita byggði á sterkri kynþáttahyggju,
þ.e. þeirri trú að flokka mætti mannfólk í vel afmarkaða hópa eftir útliti
50 Skipting í þjóðernishópa er mjög mikilvæg fyrir margt fólk í Afríku, þrátt fyrir að
mörk milli þjóðernishópa séu flæðandi og sögulega breytileg. I Níger þar sem ég
stundaði rannsóknir um tveggja ára skeið byggði fólk, til dæmis, almennt sjálfsmynd
sína ekki á litarhætti heldur út frá skilgreiningu sinni sem Fulani, Hausa eða Túr-
egi. Rétt er að hafa í huga að táknið „svartur“ fær eingöngu merkingu sína sam-
kvæmt einfaldri flokkun í kynþætti út frá sögulegu samhengi.
51 Eg fann þrjá texta (Almenn landskipunarfræði 1821, Skímir 1861, og Benedikt Grön-
dal, Landajræði, 1882) sem fjalla um Fulbe fólkið í vesturhluta Afríku, en þessir text-
ar vöktu áhuga minn þar sem vettvangsrannsókn mín í Níger um tveggja ára skeið
sneri að WoDaaBe Fulbe þjóðernishópnum. Imyndir Fulbe í þessum textum fela í
sér bergmál evrópskra staðalmynda sem leggja áherslu á gáfur Fulbe samhliða
hreinleika menningar þeirra og aðskilnað frá öðrum svörtum íbúum Vestur-Afríku.
Tilvísun evrópskra texta til Fulbe fólksins sýnir vel breytingu á kynþáttahugmynd-
um 19. aldar og jafnframt innbyrðis vensl textanna, en franskir og breskir textar
virðast hafa étið hver upp eftir öðrum lýsingar á Fulbe fólkinu (sjá nánar Kristín
Loftsdóttir, „Hnattvæðing í Ijósi menningar, hreyfanleika og nútímans,“ Rannsókn-
ir ífélagsvísindum IV, ritstj. Friðrik H. Jónsson, Reykjavík: Félagsvísindastofnun Há-
skóla Islands, Háskólaútgáfan, 2003).
52 Kristín Loftsdóttir, „Tómið og myrkrið".
248