Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.12.2010, Page 254
KRISTIN LOFTSDOTTIR
Þar segir: „villimenn þar eru miög vanskapaðir, einkum qvennfólk, á
hvöriu neðst á lífinu vex út hörð og breið blaðka, er lafir ofan á mið lær-
in, lifsvunntu“. Þessi texti Magnúsar endurspeglar þannig á áhugaverðan
hátt þekkingu íslenskra menntamanna á staðalmyndum evrópskra texta
um kynfæri Khoikhoi kvenna.
Evrópskir landkönnuðir og landnámsmenn í Afríku
Textar sem vísa til Afríku segja einnig margt um viðhorf höfundanna til
eigin kynþáttar með því að endurspegla kynjaða birtingarmynd þess að
vera Evrópubúi. I Skírni er æ ofan í æ minnst á hershöfðingja og frækna
landkönnuði, og í slíkum frásögnum eru það evrópskir karlmenn sem
uppgötva landið, gefa því nafn og brjóta undir lögmál framfara og sið-
betrunar. Arið 1861 má finna í Skímiýtarlega frásögn af landkönnuðum
Afríku og aftur árið 1890 þar sem birt er tutmgu blaðsíðna frásögn af
ferðum Stanleys um álfuna. Laura E. Franey hefur haldið því fram að
ferðasögur frá Afríku hafi gegnt mikilvægu hlutverki við að skapa jarðveg
fyrir yfirráð Evrópubúa yfir álfunni. I slíkum textum eru Afríkubúar þý
(e. subjects) heimsvaldastefnu en ekki borgarar (e. citizens) sem nutu
lýðræðislegra réttinda eins og þá voru að mótast í Evrópu.68 Þá hefur
Mary Louise Pratt bent á að tákn og orðfæri sem tilheyrir hernaði eða
vísar til hans á einhvern hátt hafa verið miðlæg í því að skapa þjóðir og
nefnir í því samhengi hugtakið „bræðralag“ sem dæmi um það á hversu
karllægan hátt þjóðin er oft hugsuð.69 Þrátt fyrir að í íslensku textunum
sé ekki talað um ákveðna þjóð tel ég hugmyndir Pratt vera gagnlegar í
þessu samhengi. Líta má svo á að umfjöllun Skímis feli í sér tilvísun í
bræðralag evrópskra karlmanna sem drifkraft framfara og breytinga í álf-
unni; þeir verða - svo ég nýti mér orðfæri Pratt70 - annar Adam. Rétt
eins og hinn fyrsti hafa þeir vald til að nefna náttúruna og færa hana inn
í mannlegt, siðað samfélag. Durwood Ball undirstrikar jafnframt að að-
alsmerki evrópskrar karlmennsku á 19. öld voru sjálfsstjórn, hugrekki og
æðruleysi og þessi einkenni voru talin skilja karlana frá konum og þeim
67 Kristín Loftsdóttir, „Tómið og myrkrið".
68 Laura E. Franey, Victorian Travel Writing and Intperial Violence: British Travel Writ-
ing on Afi'ica, 1855-1902, Houndmills ogNew York: Palgrave Macmillan, 2003, bls.
6. Franey fjallar um ferðasögur sem gefnar voru út á árabilinu frá 1850 til 1890.
69 Pratt, „Women, Literature and National Brotherhood“.
70 Pratt, Imperial Eyes, bls. 32.