Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.12.2010, Side 260
KRISTIN LOFTSDOTTIR
hverjar á áherslu á karlmenn og dyggðir þeirra sem tákngervingu Evr-
ópubúa og fólu því í sér að siðbetrun og framfarir væru karlmannleg fyr-
irbæri. Eins og Sigríður Matthíasdóttir bendir á var íslensk sjálfsmynd á
seinni hluta 19. aldar byggð á tilvísunum til þátta sem höfðu verið eign-
aðir karlmönnum, svo sem skynsemi og rökvísi, og hægt er að gera því
skóna að hin evrópska orðræða um Afríku hafi fallið vel að ímynd karl-
mennsku á Islandi.
Hér má jafnframt spyrja hvaða þýðingu þær ímyndir Afríku sem birt-
ust í íslenskum ritum höfðu í stærra samhengi íslenskrar þjóðmálaum-
ræðu? Anne Brydon hefur bent á að fólk á jaðarsvæðum taki oft upp orð-
ræður ráðandi valdamiðju til að móta og útskýra eigin sjálfsmynd
(self-inscription), en tekur hana ekki nauðsynlega upp gagnrýnislaust held-
ur aðlagar eftir eigin aðstæðum.80 19. öldin var mikill umbrotatími í sögu
Islands. Þjóðernishyggja var augljóslega mikilvægur þáttur í félagslegu
og pólitísku umhverfí aldarinnar og endurspeglaðist meðal annars í stolti
yfír íslenskri menningu, áhyggjum yfir stöðu þjóðarinnar í samtímanum
og von um sjálfstæði landsins. Með því að endurtaka staðalmyndir um
Afríku má líta svo á að íslenskir pistlahöfundar Skímis hafí samsamað sig
Evrópu í andstöðu við þá sem þeir litu á sem villimenn. Margir textar
Skímis lögðu áherslu á hversu mikilvægan þátt Evrópubúar hefðu átt í að
færa Afríku siðbetrun og framfarir81 og má telja að textar eins og þeir
sem hér hefur verið fjallað um tengi framfarir við karlmennsku. AJiersla
þeirra á óttalausa, siðvædda karlmenn sem ryðja brautina fyrir framfarir,
er sérlega áhugaverð í Ijósi þess að pisdaritarar Skírnis voru karlmenn úr
efri stéttum íslensks samfélags. Abending Brydon dregur einnig athygli
að því að endurvinnsla hugmynda og texta úr evrópskum miðlum stóð
ekki utan við pólitískt samhengi tímans heldur er mikilvægt að velta fyr-
79 Kristín Loftsdóttir, „Hnattvæðing í ljósi menningar, hreyfanleika og nútímans,“ bls.
418.
80 Anne Brydon, „Inscriptions of Self: The Construction of Icelandic Landscape in
Nineteenth-Century British Travel Writing," Ethnos, 60 (3-4): bls. 246. Islending-
ar virðast hafa fengið upplýsingar um erlendar fréttir úr margs konar heimildum ef
marka má upptalningu Jóns Stefánssonar á heimildum sem hann notar íyrir Skími
árið 1888. Hann telur upp bækur og tímarit á dönsku, ensku, þýsku og frönsku,
ineðal annars Daily News, New York Herald, Berliner Tageblatt, Hamburger Fremden-
blatt, Neue Freie Presse, Verdens Gang, Vdrt Land, Encyclopcedia Britannica, Nouvelle
Ge'ographie Universelle, Almanach de Gotha, 1887, Journal des Economistes, 1887, Imp-
erial Federation, 1887 og Statistical Abstract ofthe United Kingdom, 1886-87.
81 Sjá Kristín Loftsdóttir, „Tómið og myrkrið.“
258