Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.12.2010, Síða 272
GAUTI KRISTMANNSSON
Annar málfræðingur, Þóra Björk Hjartardóttir, hefur hins vegar velt
fyrir sér stöðu íslensku í breyttu málumhverfi.29 Hún tekur þessar breyt-
ingar fyrir með rökfræðilegum hætti og setur fram það sem hún nefnir
jafngild vensl: „Ef og aðeins ef x er Islendingur (A) þá talar hann íslensku
(B) sem merkir þá að einungis Islendingar tali íslensku, engir aðrir, og að
einungis þeir sem tali íslensku, og ekki þeir sem tali önnur mál, séu Is-
lendingar.“30 Hér er aðeins verið að vísa til móðurmáls eða annars máls
eins og Þóra Björk bendir á, en þessi vensl eru í raun lýsing á þeirri for-
sendu sem Kristján tilgreinir og vitnað var til hér að framan. Þóra Björk
virðist hins vegar draga aðra ályktun af þeim breytingum sem orðið hafa
og setur þess vegna fram eingild vensl sem ekki eru útilokandi með sama
hætti og jafngild vensl: „Ef x talar íslensku (B) er hann Islendingur (A) en
það útilokar ekki að Islendingar tali önnur mál en íslensku.“31 Hún kemst
því að eftirfarandi, að mínum dómi rökréttri, niðurstöðu:
Það er því nauðsynlegt fyrir okkur að fara að líta á þessi vensl
tungumáls og þjóðernis sem eingild, þ.e. vensl sem útiloka
hvorki útlendinga frá íslensku né íslensku frá þeim, viljum við
að allir, óháð uppruna, eigi jafna möguleika í samfélagi okkar.
Reyndar tel ég að breytingar í þá átt séu fyrirsegjanlegar, þær
muni gerast smám saman eftir því sem við aðlögumst fjöl-
breyttara samfélagi.32
Það kemur því dálítið á óvart að Þóra Björk skuli segja þegar í næstu
setningu að ekki sé „verið að segja að breyta eigi áherslum í íslenskri mál-
stefnu í neinum grundvallaratriðum“ og að hún sé „ekki sammála því
sjónarmiði sem heyrst hefur að fjölmenning og íslensk málstefna
samrýmist ekki“ og vísar hún til greinar Hallfríðar Þórarinsdóttur í þessu
samhengi.33 Hún bætir við: „Þetta hefur ekkert að gera með nýyrðasmíð,
sem hefur verið einn af hornsteinum íslenskrar málstefnu, eða að ríkjandi
málstaðall geti ekki gilt lengur.“34 Þetta virðist ekki vera rökrétt niður-
29 „Islenska í breyttu málumhverfi“, Málstefna - Language Planning, ritstj. Ari Páll
Kristinsson og Gauti Kristmannsson, Reykjavík: Islensk málnefnd, 2004, bls. 113-
121.
,() Sama rit, bls. 116.
31 Sama rit, bls. 116.
32 Sama rit, bls. 120.
33 Sama rit, bls. 120.
34 Sama rit, bls. 120.
270