Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.12.2010, Page 281
ORIENTALISM (2003)
smáatriðum fyrir sjálfum mér og lesendum mínum því umhverfi sem ég
tel að hafi mótað mig í Palestínu, Egyptalandi og Líbanon. En þetta er
eingöngu mjög persónuleg frásögn þar sem ekkert er rætt um allt það
tímahil þegar ég hafði afskipti af stjórnmálum og hófst eftir stríðið milli
araba og Israelsmanna 1967. Eftirköst stríðsins höfum við enn fyrir aug-
unum (palestínsk landsvæði og Gólanhæðir eru enn hernumin svæði
Israelsmanna) og svo virðist sem þau mál sem tekist var á um og þær
hugmyndir sem skiptu sköpum fyrir araba og Bandaríkjamenn af minni
kynslóð, séu enn á dagskrá. Eg vil hins vegar undirstrika það enn og aft-
ur að þessi bók var möguleg, og ef út í það er farið öll mín fræðistörf,
vegna þess að ég var fræðimaður í akademíunni. Þrátt fyrir alla þá ann-
marka sem oft er bent á að megi finna á bandaríska háskólasamfélaginu
og þau vandamál sem þar eru fyrir hendi, eru háskólarnir - og sérstak-
lega háskólinn sem ég stafa við, Colombia - ennþá meðal fárra staða sem
eftir eru í Bandaríkjunum þar sem vangaveltur og rannsóknir geta farið
fram á næstum útópískan hátt. Eg hef aldrei kennt neitt um Mið-
Austurlönd, þar sem ég er menntaður og starfa sem kennari á sviði evr-
ópskra og bandarískra hugvísinda, sérhæfður í nútíma samanburðarbók-
menntafræði. Háskólinn og kennslureynsla mín af tveimur kynslóðum af
fyrsta flokks nemendum og framúrskarandi samstarfsfólki voru jarð-
vegur vandlega íhugaðra og ítarlegra rannsókna af þeim toga sem finna
má í bókinni sem er, þrátt fyrir fjölmargar mikilvægar skírskotanir til
heimsmálanna, ekki síst bók um menningu, hugmyndir, sögu og vald,
frekar en um pólitík Mið-Austurlanda eingöngu. Slík var ætlun mín frá
upphafí og þetta kemur greinlega fram og er, að því er mér virðist, ennþá
augljósara í dag.
Engu að síður er Orientalism að mörgu leyti verk sem tengist róstu-
sömum sviptingum í samtímanum. Þar af leiðandi legg ég í bókinni
áherslu á að hvorki hugtakið Austurlönd né heitið Vesturlönd búi yfir
verufræðilegum stöðugleika; hvort um sig er mannleg viðleitni, að hluta
til þess að staðfesta mismun og að hluta til að bera kennsl á framand-
leikann. Þessum þýðingarmiklu tilbúningum er auðvelt að hagræða og
nota til að skipuleggja tilfinningar fjöldans og þetta hefur aldrei verið
jafiigreinilegt og á okkar tímum þar sem sáð er fræjum ótta, haturs og
andstyggðar í miklum mæli, og stolt og rembingur hafa verið endurvak-
in í stórum stíl - og margt af þessu tengist arabaheiminum og íslam
annars vegar og „okkur“ Vesturlandabúum hins vegar. A fyrstu síðu