Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.12.2010, Page 285
ORIENTALISM (2003)
ríkjamenn vita ekki hvar er, og allt þetta í nafni „frelsis“. Og ef ekki hefði
verið fyrir hendi vel skipulögð almenn tilfínning um að þessar þjóðir
þarna hinum megin á hnettinum væru ekki eins og „við“ og kynnu ekki
að meta gildi „okkar“ - nokkuð sem er kjarninn í kennisetningum hefð-
bundins óríentalisma, en ég lýsi tilurð hans og útbreiðslu í bókinni - þá
hefði þetta stríð aldrei verið háð.
Ráðgjafar varnarmálaráðuneytisins og Hvíta hússins voru þannig ná-
kvæmlega sama tegund faglegra fræðimanna og ráðgjafarnir sem hol-
lenskir landvinningamenn í Malasíu og Indónesíu, breskar hersveitir á
Indlandi, í Mesópótamíu, Egyptalandi og Vestur-Afríku og franskar her-
sveitir í Indókína og Norður-Afríku fengu til stuðnings við sig, og þeir
beittu sömu klisjunum, sömu niðurlægjandi staðalímyndunum og rétt-
lættu valdbeitingu og ofbeldi (því þegar allt kemur til alls er viðkvæðið
að vald sé eina tungumálið sem þeir skilja) á sama hátt í þessu tilviki og
gert var í þeim fyrri. Nú hefur heill her af sjálfstæðum verktökum og
áhugasömum framkvæmdamönnum bæst við í Irak, og þeim verða falin
alls kyns verkefni, allt frá því að skrifa kennslubækur og stjórnarskrá, til
þess að endurmóta pólitískt líf í landinu og endurreisa olíuiðnaðinn. Öll
heimsveldi sögunnar hafa haldið því fram í opinberum málflutningi sín-
um að þau séu ekki eins og önnur; kringumstæðurnar séu sérstakar, að
markmiðið sé að upplýsa, mennta og innleiða reglu og lýðræði, og að
valdbeiting hafi verið síðasta úrræðið. Og það sem er ennþá sorglegra er
að alltaf má finna hóp fræðimanna sem er reiðubúinn að mæla hug-
hreystandi orð um velviljuð og umhyggjusöm stórveldi, líkt og við ætt-
um ekki að treysta því sem blasir við okkar eigin augum þegar við horf-
um á eyðilegginguna, eymdina og dauðann sem þessi síðasta siðmennt-
unarherferð (ff. mission civilizatricé) hefur haft í för með sér.
Hið sérhæfða tungumál sérfræðinganna í stefnumótun má kalla sér-
stakt framlag Bandaríkjanna til orðræðu heimsveldisins. Það þarf ekki
kunnáttu í arabísku, persnesku eða þá frönsku til að boða að araba-
heimurinn þurfi einmitt á lýðræðislegum dómínóáhrifum að halda. Bar-
dagafúsir og sorglega fávísir sérfræðingar í utanríkismálum framleiða
bækur um „hryðjuverk“ og frjálslyndi, eða íslamska bókstafstrú og banda-
ríska utanríkisstefnu, eða endalok sögunnar, þótt reynsla þeirra af um-
heiminum nái ekki út íyrir borgarmörk Washington, og síðan bítast þeir
um athygli og áhrif, algerlega án umhugsunar eða raunverulegrar þekk-
ingar eða sannleiksgildis. Það sem skiptir máli er hve skilvirkt og út-