Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.12.2010, Page 298
RANNVEIG SVERRISDÓTTIR
Það er deginum ljósara að enn er langt í land með að táknmál hafi
sömu stöðu og raddmál í kringum okkur.8 Hver hin eiginlega ástæða er
má lengi geta sér til um en öruggt má telja að þar hafi viðhorf eitthvað
að segja. Raddmál er þó ekki hægt að setja öll undir einn hatt því þau eru
alls ekki öll mál meirihlutans. Táknmálum má líkja við þau raddmál sem
teljast minnihlutamál og er rétt að líta hér aðeins á stöðu þeirra almennt.
Mac Mathúna og O Corráin segja skilgreiningu á minnihlutamálum alls
ekki skýra.9 Minnihlutamál eru oft mál sem eru í hættu m.a. vegna þess
að meirihlutamálið tekur yfír og minnihlutamálið er ekki notað á öllum
sviðum. Staða minnihlutamála er mjög misjöfn og þarf að skilgreina
hana hverju sinni. Minnihlutamál keppa oftast við meirihlutamál á einu
eða fleiri sviðum. I rannsókn á minnihlutamálum í Norður-Evrópu10
kemur m.a. fram að minnihlutamálin séu í nánu sambýli við annað eða
önnur ráðandi tungumál og eru þess vegna oft í hættu. Minnihlutamálin
hafa takmarkaðri notkun en meirihlutamálin sem eru notuð á fleiri svið-
um og málhafar í málminnihlutum eru oftar tvítyngdir en málhafar
meirihlutamála. Minnihlutamálum er oft útskúfað og meira er um láns-
orð í þeim úr meirihlutamáli en öfugt. Þetta eru nokkur atriði sem ein-
kenna minnihlutamál í Norður-Evrópu og má heimfæra á fleiri minni-
hlutamál, rn.a. táknmál. Af þessu má glöggt sjá að minnihlutamál, hvort
sem um er að ræða táknmál eða raddmál, eiga alltaf erfítt uppdráttar og
þurfa að berjast fyrir stöðu sinni. Viðhorf er aðeins einn þeirra þátta sem
hafa áhrif þar á.
Staða minnihlutamála í Svíþjóð hefur talsvert verið rannsökuð og er
vert að skoða dæmi þaðan. Finnska er t.a.m. töluð af u.þ.b. 250.000
manns í Svíþjóð og er þar með stærsti málminnihlutahópurinn þar í
landi.11 I Svíþjóð hafa minnihlutamál stöðu „verndaðra mála“ samkvæmt
8 Ég nota „tungumál" sem yfirheiti yfir raddmál annars vegar, þ.e. þau mál sem tjáð
eru með rödd eins og t.d. íslenska, og táknmál hins vegar, þau mál sem tjáð eru með
höndum og látbrigðum.
v Séamus Mac Mathúna og Ailbhe O Corráin, „Introduction. The Minority Lan-
guage Syndrome“, Minority Languages in Scandinavia, Britain and Ireland, ritstj.
Ailbhe O Corráin og Séamus Mac Mathúna, Uppsala: Acta Universitatis Upsali-
ensis, Studia Celtica Upsaliensia 3, 1998, bls. 11-19, bls. 11.
10 Sama rit, bls. 13-17.
11 Jarmo Lainio, „The Protection and Rejection of Minority and Majority Languages
in the Swedish School Systein", Managing Multilingualism in a European Nation-
State. Challenges for Sweden, ritstj. Sally Boyd og Leena Huss, Clevedon: Multi-
lingual Matters Ltd, 2001, bls. 32-50, bls. 33.
296