Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.12.2010, Page 322
JAMES CLIFFORD
hærra en önnur í hinu nýja tímariti sem helgað sé „þverþjóðfræðum“ og
að „hugtakið sem eitt sinn lýsti tvístrun þjóða gyðinga, Grikkja og Ar-
mena deili nú merkingu með stærra merkingarfræðilegu sviði sem hafí að
geyma orð eins og innflytjandi, útlagi, flóttamaður, innflutt vinnuafl, út-
lagasamfélag, utanlandssamfélag, etnískt samfélag11.2 Þarna er vettvangur
merkinga sem eiga sitthvað sameiginlegt og stangast á, vettvangur sam-
liggjandi landakorta og sagna sem við verðum að greiða úr og aðgreina
um leið og við leitum að aðferð sem nýtist til samanburðar í íjöl-
menningarfræðum.
Almennt er nú viðurkennt að gömlu aðferðirnar til staðbindingar - út
frá afmörkuðu samfélagi, út frá lífrænni menningu, eftir svæði, eftir miðju og
jaðri - geta falið jafnmikið og þær afhjúpa. Roger Rouse leggur þunga
áherslu á þetta í grein sinni í íyrsta tölublaði tímaritsins Diaspora. Hann
byggir á rannsóknum á tengdum samfélögum Aguililla-fólksins (í Michoa-
cán-fýlki) í Mexíkó og í Redwood City í Kaliforníu og eru rök hans þessi:
Það nægir ekki lengur að líta á fluminga Aguililla-fólksins sem
hreyfingu milli aðgreindra samfélaga sem litið er á sem staði
þar sem ólík félagsleg samskipti fara fram. I dag er jafnlíklegt að
nánustu ættingjar Aguililla-fólksins og vinir þess búi hundruð
eða þúsundir kílómetra í burtu eins og á næstu grösum. Það
sem meira er þá tekst þeim oft að halda slíkum íjarlægum sam-
böndum jafnvirkum og áhrifaríkum og tengslunum við ná-
grannana. Að þessu leyti hefur hetri aðgangur að síma haft mik-
il áhrif og gert fólki kleift að vera ekki aðeins í samskiptum með
reglulegu millibili heldur líka að hafa áhrif á ákvarðanir og taka
þátt í fjölskylduviðburðum þrátt fyrir töluverða fjarlægð.3
Aðskildir staðir verða í raun og veru að einu samfélagi „með hjálp stöð-
ugrar hringrásar af fólki, peningum, vörum og upplýsingum“.4 „Farand-
brautir milli þjóða“, eins og Rouse kallar þær, eru dæmi um hin flóknu
2 Khachig Tölölian, „The Nation State and its Others: In Lieu of a Preface“,
Diaspora 1,1/1991, bls. 3-7, hér bls. 4-5.
3 Roger Rouse, „Mexican Migration and the Social Space of Postmodernism",
Diaspora 1,1/1991, bls. 8-23, hér bls. 13.
4 Sama rit, bls. 14.
3 20