Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.12.2010, Page 337
TVIHEIMAR
aukið hlutdeild kvenna í vinnuaflinu, margar þeirra eru nýlegir innflytj-
endur til iðnaðarsvæða.28 Sú þróun hefur getið af sér æ kunnuglegra
„hreyfanleikastundaglas“ - þar sem fjölmennur hópur arðrænds vinnuafls
situr á bominum og mjög þröng leið er yfir í fjölmennar efri stéttir og
miðstéttir sem eru tiltölulega vel stæðar.29 Nýir innflytjendur, sem horfast
í augu við þessa stöðu, eins og Aguilillan-fólkið í Redwood-borg, geta
mótað sjálfsmynd sína út frá fleiri en einu svæði, varðveitt hana með
ferðalögum og símasamskiptum, og þurfa ekki að leggja allt að veði fyrir æ
ótryggari framtíð hjá aðeins einni þjóð. Því má vel bæta við að neikvæð
reynsla af efnahagslegri jaðarstöðu og jaðarstöðu vegna kynþáttar getur
einnig leitt til nýrra bandalaga: manni verður hugsað til tvíheimavitundar
fólksins frá Maghrebi-svæðinu sem sameinar Alsírbúa, Marokkómenn og
Túnismenn sem búa í Frakklandi, þar sem sameiginleg saga arðráns ný-
lenduvelda og eftirlendustefhu stuðlar að nýrri samstöðu. Annað dæmi
um neikvæða birtingarmynd tvíheimatengslaneta er sá tímapunktur átt-
unda áratugarins í Bretlandi þegar útilokunarhugtakið „svartur“ var tekið
til gagns og því beitt til að mynda bandalag suður-afrískra, afrísk-karab-
ískra og afrískra innflytjenda gegn kynþáttamismunun.
Tvíheimavitund verður til á jákvæðan hátt með samsvörun við heims-
söguleg menningarleg og pólitísk öfl eins og „Afríku“ eða „Kína“. Það
ferli snýst ef til vill ekki svo mjög um það að vera afrískur eða kínverskur
heldur að vera amerískur, eða breskur eða hvar svo sem hlutaðeigandi
hefúr tekið sér búsetu, á öðruvísi hátt. Það snýst einnig um að finnast
rnaður vera alþjóðlegur. Islam, eins og gyðingdómur innan menningar þar
sem kristni er ráðandi, getur skapað tilfmningu um tengsl við annan stað,
við ólíkt tímalag og sýn, um ósamhljóma nútíma sem ég mun ræða betur í
tengslum við jákvæða tvíheimahyggju, jafnvel útópíska, sem ríkir nú á
stund þverþjóðleikans. Látum nægja að segja að tvíheimavitund „geri hið
hesta úr vondri stöðu“. Skipulegt arðrán og hindranir í því að ná fram
betri kjörum gera oft reynsluna af missi, jaðarstöðu og útlegð (sem stétt-
2íi Robin Cohen, The New Helots: Migrants in the Intemational Division oj Labour,
Aldershot: Gower, 1987; David Harvey, The Condition ofPostmodemity: An Inquiry
into the Origins of Cultural Cbange, Oxford: Blackwell, 1989; Swasti Mitter, Com-
mon Fate, Common Bond: IVomen in the GlohalEconomy, London: Pluto Press, 1986;
Lydia Potts, The World Labour Market: A History of Migration, London: Zed
Books, 1990; Saskia Sassen-Koob, „Recomposition and Peripherialization at the
Core“, Contemporary Marxism 5/1982, hls. 88-100.
29 Roger Rouse, „Mexican Migration and the Social Space of Postmodemism“, bls. 13.
335