Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.12.2010, Page 340
JAMES CLIFFORD
efni hennar að samhenginu hér sjáum við að kenningar og orðræður sem
tvíheimavæða eða alþjóðavæða „minnihlutahópa“ geta beint athyglinni frá
langvarandi, formgerðum ójöfnuði sem byggist á stétt og kynþætti. Það er
eins og vandamálið sé fjölþjóðahyggja - spurning um þýðingar, menntun
og umburðarlyndi -.fremur en efnahagslegt arðrán og kynþáttahyggja.
Þótt augljóslega sé nauðsynlegt að gefa fólki frá Salvador, Samóaeyjum og
Haití, eða Síkum og Kmerum, menningarlegt rými skapar það ekki í sjálfu
sér lífvænleg laun, mannsæmandi húsnæði eða heilbrigðisþjónustu. Hvað
snertir hversdagslegar félagsvenjur er þar að auki stöðugt horft á menn-
ingarlegan mismun út frá kynþætti, stétt og kyni. Tvíheimafræði verða að
gera grein fyrir þessum formgerðum sem eru áþreifanlegar og ganga þvert
á allt samfélagið.Tvíheimareynsla er alltaf kynjuð. En í fræðilegri um-
fjöllun um tvíheima og tvíheimamenningar er tilhneigingin sú að dylja þá
staðreynd og ræða um ferðir og brottflutninga á ómarkaðan hátt, og þar
með verður reynsla karlmannsins að viðmiðinu. Greining Janet Wolff á
kyngervi í kenningum um ferðalög á við hér.35 Þegar horft er á tvíheima-
reynslu út frá brottflutningi frernur en staðsetningu, ferðum fremur en
dvöl og erfiðleikum við tjáningu frekar en endurtekinni tjáningu er til-
hneigingin sú að reynsla karlmannsins verður ríkjandi. Þá má alhæfa um
ákveðnar sögur tvíheima, sameiginleg landsvæði, samfélagsvenjur, yfirráð
og samskiptatengsl sem kynjaða póstmóderníska alþjóðahyggju, hirðingja-
eða flökkufræði án tengsla við raunveruleikann.
Ef við einbeitum okkur að ákveðnum sögum um brottflutninga og dvöl
missum við ekki sjónar á tvíbentri pólitík tvíheimanna. Reynsla kvenna er
sérstaklega afhjúpandi. Ytir tvíheimareynsla undir undirokun kvenna eða
dregur úr henni? Að einu leyti getur það endurreist formgerðir feðra-
veldisins að viðhalda tengslum við ættjörðina, með skyldleikanetum og
gegnum trúarlegar og menningarlegar hefðir. A hinn bóginn getur víxl-
verkun tvíheimanna opnað fyrir ný hlutverk og nýjar kröfur, ný pólitísk
rými. Konur flytjast til dæmis í auknum mæli norður frá Mexíkó og frá
ýmsum svæðum Karíbahafsins, óháð, eða svo til óháð, karlmönnum. Þótt
þær geri það oft í örvæntingu, vegna mikillar efnahagslegrar eða félags-
legrar neyðar, getur raunin orðið sú að nýjar tvíheimaaðstæður leiði til
þess að reglur um samskipti kynjanna séu samdar upp á nýtt. Þegar tengsl
karlmannanna við hefðbundin hlutverk og stuðning hafa verið rofin og
35 Janet Wolf, „On the Road Again: Metaphores of Travel in Culural Criticism",
CulturalStudies 7,2/1993, bls. 224-239.
338