Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.12.2010, Page 358
JAMES CLIFFORD
ing, á sama hátt og sjálfsmynd, er stöðugt endurgerð. Það á við
um allar menningar en með tvíheimamenningu gyðinga verður
þetta dagljóst vegna þess að ómögulegt er að finna náttúrulega
tengingu milli þessarar þjóðar og sérstaks lands - og þar með
ómögulegt að líta á menningu gyðinga sem sjálf-afgirt, af-
markað fyrirbæri. Hinn gagnrýni kraftur sem fylgir aðskilnaði
þjóðar, tungumáls, menningar og lands hefur skapað gífurlega
ógn við ættjarðarstefnu og aðlögunarstefnu, ógn sem er ein
uppspretta gyðingahaturs og ef til vill ein ástæða þess að
Evrópu hefur verið hættara við slíku böli en Miðausturlöndum.
Með öðrum orðum, sjálfsmynd tvíheima er ósamanlögð sjálfs-
mynd. Gyðingdómur sundrar sjálfum kategóríum sjálfsmynd-
arinnar vegna þess að hann er ekki þjóðernislegur, ekki ætt-
fræðilegur, ekki trúarlegur heldur allt þetta í díalektískri
togstreitu hvað við annað. Þegar frjálslyndir arabar og sumir
gyðingar halda því fram að gyðingar Miðausturlanda séu arab-
ískir gyðingar samsinnum við því og teljum að hugmyndafræði
Zíonismans loki fyrir eitthvað afar þýðingarmikið þegar hún
reynir að hylja það. Framleiðsla á hugmyndafræði um hreinan
menningarlegan kjarna gyðinga, sem tvíheimasamfélög hafa
vanvirt, virðist hvorki sögulega né siðferðislega rétt. „Tví-
heimamótuð" sjálfsmynd, það er óheildstæð sjálfsmynd, gerir
fræðimanninum Rabbí Sa’adya, sem var uppi snemma á mið-
öldum, kleift að vera egypskur arabi sem vill svo til að er gyð-
ingur, og einnig að vera gyðingur sem vill svo til að er egypskur
arabi. Báðar þessar mótsagnakenndu fullyrðingar verða að
fylgjast að.75
í þessum kafla er dregin upp kröftug og áhrifamikil mynd, sér í lagi í
heimi sem er klofinn vegna hinnar algeru andstöðu araba og gyðinga. Það
þarf ekki að draga of mikið úr áhrifamætti hans að spyrja hvort
ósamanlögð sjálfsmynd Rabbí Sa’adya hefði verið takmörkuð eða lent í
öðrum farvegi ef hann hefði verið kona. Hvernig „blönduðu“ konur sam-
an menningum? Hvernig hafa þær flutt áfram auðkenni og erindi hefð-
arinnar með „ættfræðilegum hætti“? Hvernig hafa konur íklæðst gyð-
75 Daniel Boyarin ogjonathan Boyarin, „Diaspora: Generation and the Ground of
Jewish Identity“, bls. 721.
356