Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.12.2010, Page 364
JAMES CLIFFORD
Sagnfræðirannsókiiir Max Weinreichs hafa sýnt að varðveisla gyðing-
leika (yidishkeyt) Ashkenazy-gyðinga var ekki fyrst og fremst afleiðing að-
skilnaðar, hvort sem hann var þvingaður eða sjálfviljugur, í ákveðnum
hverfum eða gettóum. Hin tiltölulega nýlega „gettógoðsögn“ er stuðn-
ingur við etníska alræðishyggju (eins og Gilroy gæti orðað það) sem hafn-
ar því ferli víxlverkunar og aðlögunar sem hefur mótað sjálfsmynd
gyðinga í gegnum aldirnar.
Raunveruleika Ashkenazy-gyðinga er að finna milli tveggja póla
algerrar samsvörunar við og algerrar fjarlægðar frá samfélögum
þeirra sem ekki eru gyðingar og deila landinu með þeim. Dreg-
ið saman í eina semingu: Það sem gyðingarnir stefndu að var
ekki aðskilnaður frá kristnum mönnum heldur einangrun frá
kristinni trú. Enda þótt gera megi ráð fyrir því að margir gyð-
ingar hafi yfirgefið söfhuðinn í gegnum aldirnar tókst sam-
félaginu sem heild að lifa af og þróast. A hinn bóginn komu hin
nánu og óslitnu bönd gyðinga við nágranna sína, sem voru að-
eins slitin í smtta stund á tímum ofsókna, fram í venjum og
þjóðtrú, í þjóðsögnum og söngvum, í bókmenntasköpun o.s.frv.
Menningarmynstur þau sem voru útbreidd meðal Ashkenazy-
gyðinga verður að flokka sem gyðingleg en mjög mörg þeirra
eru einstök fyrir Ashkenazy-gyðinga. Þau eru framseming á
meðalvegi eins og þeim sem finnst hvar sem menningar mætast
við landamæri, á jaðarsvæðum eða á svæðum þar sem íbúar af
ólíkum uppruna búa.85
Helsta dæmi Weinreichs um mæramenningu Ashkenazy-gyðinga er jidd-
íska, „bræðingsmngumálið“, en hann er manna ffóðastur um sögu þess.
Hann leggur einnig mikla áherslu á hið opna ferli túlkunar á Talmúð sem
lög (dinim) og venjur (minhogim) eru stöðugt löguð að og skýrð upp á nýtt
í ljósi Tórunnar (sem, eins og segir í jiddísku máltæki, „hefur allt að
geyma“). Lykiltryggðin hér er við opinn texta, röð reglna sem má túlka,
ekki við „heimaland/ættjörð“ eða jafnvel „forna“ hefð. Eg hef vitnað hér
til yfirlitsgreinar frá árinu 1967 þar sem Weinreich lýsir tvíheimasögu
Ashkenazy-gyðinga án þess að nefna nokkurs staðar endurkomu, Landið
s5 Max Weinreich, „The Reality of Jewishness versus the Ghetto Myth: The Socio-
linguistic Roots of Yiddish“, To Honor Roman Jakobson, The Hague: Mouton,
1967, bls. 2204.
362