Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.12.2010, Page 397
DONSKU SKOPMYNDIRNAR
lengra en að þeim mörkum sem ábyrgðin á lýðræðinu setti. Af því dró
hann þá ályktun að hugmyndin um prentfrelsi sjálfs sín vegna væri vill-
andi.24 Markmiðið yrði að vera sannleikurinn, hann einn réttlætti prent-
frelsið. Hugsjón blaðamennskunnar væri því í hans augum fólgin í því að
segja frá með hlutlægum hætti og veita nákvæmar upplýsingar sem væru
nauðsynlegar til þess að almenningur næði að mynda sér sínar eigin skoð-
anir.25
Þegar menn réttlæta prentun skopteikninganna af Múhameð nefna
þeir oft prentfrelsið sem gildi í sjálfu sér. Þannig eru þær hafnar upp sem
táknrænt framlag í þágu prentfrelsis og gegn sjálfsritskoðun. En þá er
prentfrelsið ekki lengur meðal með ákveðinn tilgang, því að sannleikurinn,
samfélag sem reist er á dygðum eða upplýsingin eru ekki lengur nefnd sem
markmið. Röksemd Ralfs Dahrendorf fyrir því að birta myndirnar geng-
ur út frá því sem hún ætlar sér að sanna: „Vörnin fyrir rétti allra manna
til þess að segja eitthvað, meira að segja þegar maður forsmáir skoðanir
þeirra, er eitt æðsta lögmál frelsisins.“26 Þó eru einu aðstæðurnar, sein
Dahrendorf er fær um að tilgreina þar sem þetta frelsi á við, fólgnar í því
að berjast við „nýja öldu gegn upplýsingunni [sem] fer yfir heiminn".-' Nú
skortir ekki dæmin frá 20. öldinni, allt frá skopmyndum af nýlenduþjóðum
til Radio Ruanda sem hvatti til þjóðarmorðs með viðkomu hjá skopteikn-
ingum af gyðingum í Dcr Stúrmer, sem gefa röksemd Lippinanns um að
markmiðið geti ekld verið prentfrelsi prentfrelsisins vegna byr undir báða
vængi. A endanum beitir Dahrendorf smekkvísisrökum þegar hann skrif-
ar: „Hvort ritstjóri birtir skopmyndir sem móðga trúaða múslima (eða
þá kristið fólk) er bara spurning um hvaða skoðun maður hefur, nánast
spurning um smekk.“28 Þannig rifjast upp fyrir manni ummæli Claudes
Lévi-Strauss um að í gildislausu samfélagi sé mannát aðeins spurning um
smekk.
Ef hætt er að líta á prentfrelsið sem leið að ákveðnu markmiði, þá hlýst
af því að öll vísun til þess verður að innantómri formúlu eða frasa. Þannig
glatar sérhvert ákall til varnar prentfrelsinu um leið sannfæringarkrafti
24 „Markmiðið er aldrei frelsi, heldur frelsi til einhvers eða í þágu einhverra“ (sama
rit, s. 12).
25 Sbr. sama rit, s. 48.
26 Ralf Dahrendorf, „Gegenaufklárung heute“, 2006, http://www.project-syndicate.
org/print_commentary/dahrendorf55/German.
27 Sarna rit.
28 Sama rit.
395