Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.12.2010, Page 403
MÁLFRELSI OG DÖNSKU MÚHAMEÐSTEIKNINGARNAR
ekki einhlíta skýringu á því hvað felst í „prentfrelsi prentfrelsisins vegna“.
Hvað þýðir þetta slagorð og fellur það í einhverjum skilningi vel að dönsku
teikningunum? Eg mun víkja að þessum spurningum síðar (sjá III. og IV.
hluta).
Við höfum úr meiru að moða þegar kemur að söguskýringu Meckls.
Hann nafngreinir nokkra helstu baráttumenn málfrelsis á Vesturlöndum
og vitnar stundum ítarlega til rita þeirra. Auk Miltons koma einkum við
sögu Andrew Hamilton, Immanuel Kant, James Mill ogjohn Stuart Mill.
Allir hafi þessir baráttumenn talið að málfrelsið þjónaði æðra markmiði
þótt þeir hafi skilgreint það á ólíka vegu. Þannig hafi Milton talið að frels-
ið þjónaði sannleiksleitinni og um leið ósk Guðs til handa manninum um
að finna sannleikann, John Stuart Mill sannleiksleitinni og hinu besta
mögulega samfélagi, Hamilton sannleikanuin, Kant upplýsingunni, en
James Mill, faðir Johns Stuarts Mill, hafi vísað til hins dygðuga sainfélags.
En er það rétt hjá Meckl að ofangreindir höfundar hafl talið að málfrelsi
„þjónaði ávallt æðra markmiði“? Það veltur alfarið á því hvaða skilningur
er lagður í orðin. Ef einungis er átt við að baráttumennirnir hafi talið að
málfrelsi þurfi að réttlæta, það eigi sér grundvallarréttlætingu sem vísa megi
á því til varnar, er fullyrðingin, að ég hygg, óumdeilanleg. Alyktunin sem
Meckl dregur af slíkri grundvallarréttlætingu, uin að frelsið reki sig á
endimörk sín þegar það stangast á við þessa réttlætingu, þennan lokatil-
gang sinn (125, 126, 127), stenst hins vegar ekki. Hún felur í sér róttækan
misskilning á klassískum prentfrelsisrökum og myndi gerspilla málfrelsi
væri hún tekin alvarlega.
Skoðum fyrst málflutning Johns Sniarts Mill. Mill færði fram afdráttar-
lausa vörn fyrir hugsunar- og málfrelsi í öðrum kafla Frelsisins (On Liberty)
sem út kom árið 1859. I knappri endursögn á lykilþema Frelsisins, eignar
Meckl Mill í reyndinni eftirfarandi rökfærslu:
1. Prentfrelsi hefur ekki gildi í sjálfu sér heldur þjónar það æðra
markmiði.
2. Æðra markmið prentfrelsis er leitin að sannleikanum.
Sannleiksleitin er nauðsynleg til að hrinda hinu besta samfé-
lagi sem völ er á í framkvæmd.
3. Hið „besta mögulega" samfélag verður því „að mælikvarða
[...] til þess að ákvarða hvar mörk prentfrelsisins liggja"
(126).
401