Úrval - 01.03.1963, Page 12
28
(JR VAL
þeirrar frumu voru rciðubúnar
til þess að koma af stað mynd-
un hjarta þíns, lungna og nýrna,
um sjö lítra af blóði, 35 feta af
meltingarfærum — fullkominni
myndun þinni.
Fyrsta eggfruman var ekki
lengi einmana. Eftir um klukku-
stund skipti hún sér í tvær
frumur, og þessar tvær frumur
höfðu að geyma nákvæmlega
sömu fyrirskipanir og leiðbein-
ingar viðvíkjandi þér í DNA-
sameindum sínum. Frumuskipt-
ingin hélt áfram, og DNA-sam-
eindirnar sjálfar stjórnuðu
henni, fjölbreytileika frumu-
gerðanna og sérstakra líffæra
fóstursins, en sá fjölbreytileiki
óx smám saman. Þessi mynd-
breyting hélt áfram, þangað
til líkami þinn fór að taka á
sig lögun. Þegar þú fæddist svo,
höfðu allar billjónirnar af frum-
um í likama þínum fullkomið
samsafn af DNA-sameindum.
Upp frá þvi, allt þitt líf til ævi-
loka, eru það hinar allsráðandi
DNA-sameindir, sem gefa sínar
efnafræðilegu skipanir, þegar
eitthvað gerist í líkama þinum
eða myndast þar, þegar kirtill
gefur frá sér hvata (hormón),
þegar nögl vex eða svitadropi
kemur í ljós á hörundi þinu.
Hið risavaxna, sífjölbreytilega
lífsmynztur virðist gefa til
kynna, að DNA, þessi kjarni
alls lífs, muni vera svo flókinn
í eðli sínu, að ei sé hægt að
skynja hann. En hið furðulega
er, að DNA-sameindin hefur í
öllum grundvallaratriðum ein-
falt byggingarform. Hún saman-
stendur af tveim samanvöðluð-
uin lengjum af frumeindum í
röð, sem tengdar eru saman með
hliðartengslum með reglulegu
millibili líkt og snúinn hring-
stigi. Venjulegar sameindir eru
yfirleitt þéttar í sér og saman-
þjappaðar, og þvi eru visinda-
mennirnir furðulostnir yfir því,
hversu hinar gormlaga lengjur
eru óskaplega grannar og lang-
ar. Dr. George W. Beadle, rektor
Chicagoháskóla, sérfræðingur
ur, hvað DNA-sameindirnar
snertir, gerir ráð fyrir því, að
væru þessar lengjur úr kjarna
einnar frumu mannslikamans
raktar í sundur og lagðar enda
við enda, yrði samanlögð lengd
um fimm fet. Það er ástæða fyrir
hinni grönnu, löngu lögun DNA-
sameindanna. Slíkt veitir henni
hæfni til þess að geyma hið
geysilega magn alls kyns upp-
lýsinga, sem þörf er fyrir til alls
æviskeiðs frumunnar. Má
þannig líkja DNA-sameindinni
við segulræmu segulbandstækis.
DNA-segulræmurnar eru úr
sykri og fosfati, en hliðartengsli
hringstigans eru köfnunarefnis-
sambönd. Það eru þessi köfn-